Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu...

Já, það er opinbert.  Ég átti hreinlega von á dauða mínum í kreppuástandinu en ekki því sem gerðist í dag.  Fallegur dagur og tilvalinn til flugs og viðraði því í gríni við Evu hvort hún vildi nú ekki koma með í smá brautarhopp (flugtak og lending á sömu braut).  Við höfðum jú oft rætt að það væri fyrsta skrefið en ég átti ekkert von á að á bak við það lægi nokkuð nema innantóm orð.  En hvað haldið'i?  Eva segir bara "nei heldurðu það?".  Hey... ég er búinn að vera með þessari konu í rúm 12 ár og veit að þetta þýðir ekki nei ... og nær því að heita já!.  "Þú verður þá að redda pössun".  Ekki þurfti að segja mér þetta tvisvar og úr varð að við vorum á leið á Selfoss, þar sem ég geymi vélina, nokkrum korterum síðar.

Og úr varð hið ótrúlega.  Eva fór jú hikandi með mér út á braut í vélinni, eitt brautarhopp með heimild frá Stefáni í turninum.  Gekk með ágætum, en þegar ég stakk upp á brautarhoppi númer tvö, sagði mín heittelskaða nánast eins og dauðadæmdur maður segir "fokkitt", "nei förum bara einn hring".  Augu og eyru mín stóðu náttúrulega á stilkum (ef eyru geta það) og auðvitað þurfti ekki að endurtaka þá skipun.  Út á brautarenda og í loftið!

Restin er vissulega bara fyrir hana til að monta sig af.  3 flugtök og lendingar og dágott flug um nágrenni Selfoss.  Þessi flughræddasta persóna sem ég þekki hefur að mínu mati sigrað sína verstu ógn og hræðslu með því að taka þetta skref.  Þrátt fyrir alla tölfræði og allt, er ekkert sjálfsagðara fyrir flughrædda manneskju að setjast upp í fis frekar en lofthrædda að standa á þakbrún.  

En myndirnar tala sínu máli og Eva er alsæl með flugið og nefndi það rétt áðan, til að auka enn frekar á furðu mína, að hún væri til í að fljúga á morgun verði spáin góð.  Talandi um hraðan bata!


"Krepplingur"

KræklingurSkrapp í hádeginu í dag með Árna Gunnarsyni kunningja mínum og flugfélaga í Hvalfjörðinn þar sem við sóttum okkur krækling sem ég kýs á þessum tímum að kalla "kreppling" eins og fyrirsögnin segir.  Jú, hver segir að maður geti ekki leyft sér munað á þessum síðustu og verstu tímum?  Þarf að fara aðra ferð á næstunni þegar ég hef ögn meiri tíma.  Ekki slæmt að geta sótt sér svona kræsingar "free of charge". 

Annars tókst mér líka að klessa bílinn í dag.  Jamm, ók aftaná geðlækni á hægferð.  Lýg því ekki.  


Jeminn...

Þetta ofan á þjóðarkreppuna!  Hvað gerist næst?!
mbl.is Prokurorov látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn vandans - EUREKA!

Jæja.  Eftir að hafa legið yfir vandamálinu í dágóða stund og fókusera á þá tækni sem bankarnir hafa notað við að afla "herlegheitanna" hef ég komist að einfaldri og mjög áhrifaríkri lausn á vandanum vel þekkta.  Markmiðið er að nýta ævagamla tækni okkar sé litið afturábak og krydda það með yfirráðs- og yfirgangsstefnu bankanna.  Líklegast hefði ég átt að tryggja mér einkaleyfi þessarar hugmyndar áður en ég birti hana en treysti að þið lesendur látið það vera að flagga henni áður en ég fæ að koma henni í framkvæmd.   Hér fer aðferðin:

Vestmannaeyjum verður veitt fullt sjálfstæði frá Íslandi og mun taka upp evru sem aðalgjaldmiðil (enda erfitt fyrir Evrópusambandið að neita þessari nýju þjóð um aðild (engar skuldir, ekkert vesen)).  Íslendingar munu láta þessa einu nýlendu sína frá sér líkt og Bretar hafa í gegnum tíðina gert við sínar.  Full aðstaða er til staðar nú þegar, bankaútibú sem getur léttilega þjónað sem Seðlabanki Vestmannaeyja, skólar, sjúkrahús, höfn og flugvöllur svo eitthvað sé nefnt.  Ráðhús bæjarins yrði þeirra stjórnarráð og alþingi (eitt svona megahagkvæmt combo).  Þjóðhátíðardagur er þegar settur (reyndar fljótandi um verslunarmannahelgi) og eyjaskeggjar þurfa ekki einu sinni að þola grautfúlan og ósyngjandi þjóðsöng enda er þjóðhátíðarlag nóg til verksins og síbreytilegt ár frá ári.  Skiptir einu hvernig árar, alltaf svona "jolly song" til að hugga sig við.  

Næsta skref er að Vestmannaeyjar fari fram á 200 mílna landhelgi (í góðu lagi að þetta sé framkæmt í t.d. 3 áföngum, enda þekkt aðferð).  Þetta veitir þeim býsna góða sneið út frá suðurströndinni að gjöfulum fiskimiðum og þar með ríkri innanlandsframleiðslu.  Á næstu mánuðum verður svo gert yfirtökutilboð í flestar eyjar á Íslandi sem náttúrulega eru allar verðlausar í þessari blessuðu kreppu enda enginn (nema Vestmannaeyingar með peninga á milli handanna).  Kosturinn við þetta er að eyjamenn fara rakleiðis fram á að 200 mílurnar eigi svo auðvitað þar við og leggja þannig undir sig flesta firði og víkur á Íslandi (t.a.m. Breiðafjörð og Skagafjörð, Grímsey myndi líklega tryggja hafsvæðið inn Eyjafjörð, Skjálfanda og út Öxarfjörð og einhver eyjagrey í Ísafjarðardjúpi myndu tryggja landhelgi flestra vestfjarðanna.  

Nú, til að halda uppi alþjóðasamgöngum myndi einungis þurfa að lengja flugbraut í eyjunni um ca. kílómeter eða svo og svo mætti stórbæta hafnaraðstöðuna fyrir stórsiglingar.  Þetta er mjög mikilvægt þar sem Íslendingar myndu sækja eyjurnar í stórum stíl til að kaupa ódýr og ótolluð matvæli, áfengi og aðrar nauðsynjar.  Einnig væri hægt að sigla Herjólfi út fyrir 200 mílna landhelgina á laugardagskvöldum þar sem skipinu yrði breytt í spilavíti og tollfrjálst verslunarsvæði. 

Sökum yfirgnæfandi hættuástands vegna mögulegra eldsumbrota í eyjunum færi eyjan fram á stuðning úr hinum og þessum viðlagasjóðum og stuðningssjóðum um alla veröld.  Þetta myndi að sjálfsögðu gefa af sér mikinn gengis- og vaxtaálagssafslátt vegna samúðar í garð þessarar smáu eyþjóðar sem þyrfti að lifa við þennan hrylling dag frá degi.

Með tíð og tíma verður þetta smáa en ört þróaða eyríki orðið svo vellauðugt á ábyrgri fjármálastefnu og stöðugleika að það getur hægt og rólega tekið yfir Ísland.  Eignir verða þá yfirteknar af Íbúðalánasjóði Vestmannaeyja og Sparisjóður Vestmannaeyja tæki yfir aðrar bankaskuldbindingar, þ.e.a.s. það sem Seðlabanki Vestmannaeyja þyrfti ekki að yfirtaka að öðru leiti.  Sá infrastrúktúr sem fyrir er á Íslandi gagnaðist þá Vestmannaeyjum vel til að taka við öllu þessu fólki sem fylgdi eyjunni og svo væri til staðar allar virkjanir, stóriðja, o.fl. til að mæta atvinnuþróun.  Einungis þyrfti svo að vísa um 25 óhæfum einstaklingum úr landi svo hægt væri að reka eðlilegt þjóðfélag á þessari nýjustu landareign Vestmannaeyja án meiriháttar efnahagshremminga í framtíðinni.

Lifið heil. 

 


Hverjum á að trúa?

Alveg er ég hættur að skilja þetta ástand.  Ótrúlegt að það skuli enginn geta sagt manni hver staðan er, hvað skuli gera og slíkt.  Ekki hjálpa fjölmiðlar sem vita greinilega ekkert hvernig hlutirnir snúa, eða kunna í það minnsta ekki að koma orðum að því eins og sést á þessum tveimur fyrirsögnum af sama viðburðinum á visir.is og mbl.is:

Bubbi á mbl.is

og svo visir.is:

Bubbi á visir.is

Og svo á maður að trúa því sem maður les í blöðnum. Woundering


Kvöldskreppur að vetrarlagi

Skrapp og flaug í gær og var flugtúrinn eitthvað á þennan veg: Selfoss-Hellisheiði-Sandskeið-Bláfjöll-Þrengsli-Þorlákshöfn-Stokkseyri-Selfoss.  Fallegt og heiðskýrt allt um kring og landið fallega sveipað snemmbúinni vetrarslæðu.  Læt fylgja smá myndasýningu en í myndaalbúminu má finna vídeó frá sama fluginu.  Njótið:


Hver víki?

Er hægt að óska eftir að félag ungra jafnaðarmanna víki?  Ef svo er þá þætti mér afar vænt um það. 

Anna Pála heldur líklega að hún sé afspyrnuklár stjórnmálamaður en atvinnumótmælandi sem hún ætti að fara varlega í að kalla menn gjöreyðingavopn.  Ég teldi t.d. mjög líklegt að hún gæti gjöreytt allri stemningu á flestum samkundum ef hún vildi.  Slíkur er krafturinn og guð einn veit hvað henni tækist í Seðlabankanum.

Mér þykir líka áhugavert að vita hvaða viskubrunnar eru í félagi ungra jafnaðarmanna og hvað slík samkunda er fær um að álykta.

Hvernig væri að koma með hugmyndir um hver væri betri til verksins.  En þetta er svosem eftir bók jafnaðarmanna... að skjóta fyrst og spyrja svo. 


mbl.is Krefjast þess að Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar orðinn brjálaður og enginn peningur!

Elisabeth svaraði um hæl bréfi mínu í gær og var auðvitað himinlifandi að ég skyldi geta afturkallað þessa færslu og nú sent þeim peningana á réttan stað (sem er án efa einhver glæsibygging Lotterísins í Hollandi).  Bréfið sem hún sendi hljómaði svona:

Sir,
Following your recent request for the payment of our administrative fee, we write to provide with our payment details. You are advice to transfer the fee through the western union money transfer services into the name of our account officers. You are  to proceed to any agent office mentioned and ask them to make a transfer of the required fee to Holland/Netherlands. See below is the officer name and address for the transfer.

First Name: Kester
Last Name:  Nelson
Address: Laan van Hoornwijck 55
2289 DG Rijswijk
Holland/The Netherlands.

NB. You are advice to state the reason of transfer, simply because of tax.

You are to provide us with the information's for the transaction so that the fee can be picked up for the processing of your winning documents. Please do give us a call immediately this payment is made and also remember to send us the information's for the payment either through our fax number or as an email message. Be informed here that upon our receipt of this fee, we will then procure a winning certificate in your name, a copy of the winning certificate will be sent to you by email scan attachment and the original copy will be submitted to our paying bank here in Netherlands for the immediate release of your 980,000:00 euro winning funds into your account and you will be provided with the wire transfer payment slip for the transfer into your account within 48hrs. As soon as the transfer of your wining prize into your account is completed, the original copies of your winning documents including your winning certificate will be sent to you by United Parcel Services (UPS) to your mailing address.

We await your response/details of the payment.

Best regards,
Mrs. Elisabeth J. Limbourg

Og þetta fær maður þegar Ragnar er gargandi í símann á mig alla daga og kvöld enda ekkert búinn að fá borgað!

Sendi póst á eftir.


Nú er ég stressaður...

Ég hef ekkert heyrt í Elisabeth né Bob og nú er ég farinn að ókyrrast.  Lukklulega tókst okkur að innkalla millifærsluna frá Lotteríinu í Hollandi en sökum aðstæðna hér heima verðum við að fá peningana sem allra allra fyrst!  Sendi Elisabeth þetta bréf fyrr í dag:

Dear Elisabeth.

I have not heard from you lately but we managed to get the money back from the
account. Now we need the right information. I'm not happy with how things are
going! I had to pay the bank 400 euros for getting the money back. I don't
have that money here so I had to get a loan.

Now the contractor, mr. Ragnar Magnusson, has threatened to stop the building
of the community center because we're not paying.

Please advice me a.s.a.p.

Regards,

Funi.

P.s. Mr. Ragnar is not a nice man. He is a good contractor but he is not
happy with us not paying.

Já, Ragnar er ekki sáttur með að við séum ekki búin að borga uppsláttinn á grunninum en ég er búinn að fullvissa hann um að þetta sé allt að koma.  Ég meina, 980.000 evrur hljóta að borga þetta ... enda gengið upp úr öllu valdi núna!


Vitlaus reikningur... ohhh...

Það virðist sem svo að ég hafi lagt jólasjóðspeninga kirkjunnar inn á rangan reikning og nú þarf ég að afturkalla færsluna til að fá upplýsingar frá þeim. Meira vesenið á henni Elísabetu sem ég hélt að myndi nú eiga auðvelt með að redda þessu.  Hún virðist nú samt vera dugnaðarforkur hún Elísabet enda sendir hún póstinn kl. 11 á laugardegi þar sem þetta kemur fram:

Sir,
Sequel to your last email message receive with regards for the transfer payment of our administrative fee, we write to inform you that you are to call back the fee you already transfer because it was paid to a wrong account, because the last email that was sent to you from the office you were advice to contact us as when you will make the payment so that we can give you our payment details.

Do give us a call or send us an email so that we can give you our payment instructions on how you are going to make the payment to us.

We await your response.

Best regards,
Mrs. Elisabeth J. Limbourg

Hvað gera bændur nú?  Ég ákvað því að skrifa henni smá línu enda peningarnir löngu komnir til Luckyday Lottery.

Dear Elisabeth.

This is not good news to us.  Our bank contact tells us that this payment is difficult to be called back and nobody at Luckyday Lotto that we called can help us.  But the woman I called told us that since it is in their account, you should be able to get it from there.  They didn't know your name, but Luckyday Lotto is of course a big company.

If this is going to be a problem, we can pay the bank to transfer another amount from their own accounts while they reclaim this one.  However, that will cost us minimum 2-300 euros and we don't have that money here (we finished the church fund for the last payment).  So I think the only way is for you to get the money from the head office, just call them (you should know the number). 

The contractor came to me yesterday evening and asked for the downpayment we promised him for the new house. The foundation is being built now but he threatens to stop working if the money won't be here on monday.  I therefore must get the money you promised me. I paid the fee right away!

Please help us get our money, the winter is coming fast here and this morning Mount Esja was white of snow and then soon the polar bears will start coming to town. We need our house fast!  I hope you help us as soon as possible.

Best regards,

Funi

P.s. Are you christian?  Our church sends our gods blessings to you for your help.  Of course if you were muslim, we would have to send Allah's blessings, you understand.  We always pray for you each night and send you our blessings.  It's important that you get the right ones.

Jæja, þetta verður bara meira og meira spennandi.  Sjáum hverju þeir svara núna.  Það er nú meira púlið að vera prestur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband