Skrefi nær milljónunum...

Jæja, Elisabeth þessi elska er búin að senda mér svar og núna er ég hársbreidd frá því að fá 980.000 evrurnar (takk fyrir ábendingarnar athugullra lesenda um 80.000 evrurnar).  Í þessu bréfi sem er ansi langt kemur þetta helst fram:

Sir,
Sequel to our payment release application with the Netherlands Gaming board Authority, we write to inform you that an approval has been granted for the release of your complete lottery winning funds to you the beneficiary.  Our funds transfer department has already commence the processing of the necessary documentations that will enable our paying bank carry out the release of your approved lottery funds into your given account details, due to the process that are involve in the release of your payment funds which requires our procurement first of a Lottery Winning Certificate that will be issued on your name and an Irrevocable Guarantee Payment Release Order Document before we can have direct access to the lottery prize money, you are hereby required to pay to us first our mandatory administrative fee of 1,860 euro (One Thousand Eight Hundred and Sixty Euro Only) to cover our management fee.

Ennfremur segir í bréfinu:

Kindly remember here that this administrative fee cannot be taken out of your approved winning because of an Insurance Bond Policy that was executed on the lottery program to guild against Money Laundering activities and also to avoid unwarranted deduction from the part of the payment bank. 

You are advice here to inform us of when it will be possible for you to come up with this fee so as for us to provide you with details of how you are to transfer us this fee. Should you still have any more questions, do not hesitate to contact me (Mr. Bob Bongers) on the below stated telephone/fax number for more explanations.


Jæja, nú byrjar fjörið.  Þeir hafa semsagt gefið út að þeir vilji fá 1.860 evrur frá mér í umsýslugjöld en þetta er alþekkt aðferð þessara glæpamanna.  Auðvitað falla alltaf einhverjir fyrir svona vitleysu, senda peningana og heyra svo ekki aukatekið orð frá þessum aðilum.  Við skulum sjá hvað við getum eytt miklum tíma þeirra og fengið þá til að gera.  Í ljósi þess að 90% svona glæpa er framkvæmdur af Nígeríusvindlurum sem lítið eða ekkert vita um Ísland, varð ég að krydda bréfið aðeins.

Ég sendi því bréf til Elisabeth þar sem ég greini frá því hvað ég hef verið snöggur að bregðast við:

Dear Elisabeth.

Thank you again for all your hard work and help.  You can't imagine how much this will do for my church here in Iceland.  Our churchmembers are so thankful for my luck and your lottery of course.  We have allready started to build a community center for the winnings that will house more than 300 people that are in great need.  We don't have much to spend so now, thanks to the lottery, the people we help will get warm clothes and shoes to wear in the winter time, even books, papers and pens.  More importantly, since most of these people can't afford guns, they will have a place to sleep away from the dangers of the polar bears and wolfs.  

I managed to get the money together, 1.860 euros and sent it via SWIFT Express payment to the Luckyday Lotto in the Netherlands.  I didn't have your (Luckyday Lotto) bank information so I got it from the bank here in Iceland (Swift account: 3882982982773-NL).  They payment should arrive in 24 hrs. This should prevent you from being inflicting with the money laundrey regulation you mentioned.

I hope we can see the winning money in a short time (like you said in the e-mail) because the curch doesn't have money to pay the contractor that is building the community center.  He knows that the money is coming from the lottery but can't wait long.  Also, the money we paid to you, the 1.860 euros, were taken from the church's christmas-fund.  I didn't even have the authority to do that.  I will be fired if they find out.  Now we don't have any money for the christmas mass and ceremony.  Also, the winter is coming here and many people need the community center for warmth and shelter.  I hope you understand my situation.

Hope to hear from you very soon.

Best regards,

Funi.

P.s.  I sent you a photo of the church meeting (and me), where we are discussing the building progress (drawings, plans, regulations, etc.).  They have allready begun digging for the foundation.

Nú er bara að sjá hvað þeir gera næst.  Það er ljóst að ég, presturinn, er búinn að leggja inn rúman 200.000 kall úr jólasjóði kirkjunnar og á ekki von á góðu ef það fattast.  Það er eins gott að þetta sé ekki svindl!


Svar frá lotteríinu...

Jæja, hún Elisabeth var nú ekki lengi að svara og svaraði með þessu líka langa bréfi: 

Dear. Winner

We write to inform you that we acknowledge the receipt of your winning details by email message dated on the 19th day of September 2008, with regards for the processing of our recent E-mail sweepstakes winning award, we also write to inform you that in furtherance to our successful verification/confirmation of your winning numbers with our promotional department, you were find as the rightful beneficiary to the claim of 980,000:00 which your email address has won for you.  Firstly we write to explain and clarify to you the procedure of your winning claim. Be informed that this program is a promotional sweepstakes sponsored by consortium of software promotion companies. The Intel Group, Toshiba, Dell Computers, Dutch yahoo mail server, Orange home mail server, Microsoft and other international companies. All participants where selected through a computer ballot system drawn from over 20,000 company and 30,000,000 individual email addresses and names from all over the world drawn from Europe, Asia, Australia, New Zealand, Middle East, Africa, North and South America and you are amongst the few lucky recipients that emerge winner in the 2nd category. Below are your winning details as we have them in your winning file.

Ref No: STLI/722-5/0777
Batch No: 864/0579JQ.
E-Ticket No: ZUK-7778-730-706
Serial No: NL/9967/07

Upon the receipt of this email message, you are advised to confirm the following under listed information to this department for the processing of your winning documents.

(1). Full Names:
(2). Tel/Fax:
(3). Country Origin:
(4). Amount Won:
(5). Age:
(6). Sex:
(7). Occupation
(8). Home Address:
(9). Winning Email Address:
(10). A valid copy of your identification, such as passport copy, drivers license or any international identity card via email scan attachment or via fax. This is for record purpose and to ensure we are dealing with the rightful beneficiary to this claim.

It is upon the receipt of the above-mentioned details we will verify your information with our promotional department. After we have been able to confirm your information, we will then file in an application with the Netherlands Gaming Control Board, and obtain a winning certificate in your name for the immediate release of your winning funds to you through a Bank to Bank wire transfer. All these processes will be completed within the next 24hrs. Be informed here that all winnings must be claimed not later than the 6th day of October, and that anybody under the age of 18yrs is automatically disqualified and hereby not eligible to apply for a claim of this amount. Kindly confirm the above required details to us as soon as you receive this email to avoid delay for the processing of your winning documents.

N.B. You are advice to keep you winning information's secret from public notice, to avoid double claimant of some participant and NON participant of this program, till you receive your winning funds. I hope to have given you the needed explanation for the processing/release of your winning funds.

Best regards,
Mrs. Elisabeth J. Limbourg
For: Mr. Bob Bongers
Luckyday Lotto Processing Dept.
Tel:  +31- 619857945
Fax:  +31- 847512664
E-mail: contactmrbongers@gmail.com

Nú ég sé ekki betur en að ég verði að senda þessari ágætu konu upplýsingarnar um mig og þá skrifa ég þetta:

Passinn góði sem ég sendi með.Dear Elisabeth.

Thank you so much for your email.  I thought I had missed my chance since I didn't see the email until late.  I'm so thrilled that I won!!!  My details are below:

(1). Full Names: Funi Horsensen
(2). Tel/Fax: +354-511-5444
(3). Country Origin: Iceland
(4). Amount Won: 900.000 euros
(5). Age: 65
(6). Sex: Yes
(7). Occupation: Retired priest
(8). Home Address: Kogunarholl 10
(9). Winning Email Address: funi@visir.is
(10). Attached is my passport but I had to take a photo of it because I don't have any photocopier.

Thank you.  When can I get my money?

Best regards,

Funi

Ég útbjó svo mynd úr passa sem stórmeistarinn Bobby Fisher lánaði mér um árið og lét fylgja með, auðvitað með smávægilegum breytingum.

Sjáum hvað setur.


Ég er milljóner...

Fékk tölvupóst um daginn sem mun binda enda á öll mín vandamál.  Ég var nefnilega svo heppinn að vera dreginn út úr netfangapotti og vann fyrir það 900.000 evrur... geri aðrir betur.  Eins og evran er núna jafngildir þetta ca. 130 milljónum kr.  Við Eva erum búin að panta tvo glænýja Bensa og frúin pantaði dekur ferð í karabíska hafið á netinu í gær.  Hvað við erum heppin!

Líklega hafa fleiri en við fengið svona pósta en fáir fallið fyrir.  Ég ræddi reyndar við mann hjá lögreglunni nýverið sem sagði mér að það væri ótrúlegur fjöldi fólks sem hefði tilkynnt að þeir hefðu tapað peningum í samskiptum við svona glæpamenn.  Ekki trúði ég því eitt augnablik að Íslendingar væru svo vitlausir.

Nú til hafa gaman af þessu ákvað ég að taka þátt í vitleysunni og sjá hvað ég kæmist langt með málið án þess að tapa fjárhagslega á því.  Til að leyfa ykkur að fylgjast með ætla ég næstu daga að birta bréfaskrif mín við Lotterísfólkið hér á blogginu mínu.

Byrjum á bréfinu sem ég fékk frá hinni strangheiðarlegu Alice van Groote í umboði Hr. Bob Bongers:

Dear. Sir/Madam,

We are pleased to inform you that your email address has won 980,000:00 Euro (Nine Hundred and Eighty Thousand Euro Only) in the Netherlands Luckyday lottery Sweepstakes promotional program, conducted on the 10th day of September 2008, sponsored by consortium of software promotion companies.

For more informations/procedure of your winning claim, you are advice to contact our processing department with the contact information below, provide them with your winning details below.
 
Bob Bongers (Mr).
Lottery Processing Dept.
Tel:  +31 619857945
Fax:  +31 847512664
Email: contactmrbongers@gmail.com

Your Winning Details.

Ref No: ########
Batch No: 864/0579JQ.
E-Ticket No: ZUK-7778-730-706
Serial No: #####

NOTE: Please be warned, your winning and its entire information are to be kept strictly confidential, this is to avoid previous bad experience this program has suffered, such as abuse of this program by other internet user who use the name of this company for unscrupulous activities and double claiming of winning entitlement because of insecurity of winning information on the part of beneficiaries. Always call to ensure you are dealing with the right office.

Sincerely,

Mrs. Alice van Groote
Sweepstakes Coordinator.

Visit our website at:  http://www.luckyday.nl Lotto is een onderdeel van De Lotto. Copyright(c) 2008 by De Lotto, the Netherlands. 

 

Ég svaraði bréfinu auðvitað hið snarasta (enda 900.000 evrum ríkari) með þessu:

Dear sirs.

I won the lottery or so it seems!!! What do I do next?

Your Winning Details.
Ref No: ###
Batch No: 864/0579JQ.
E-Ticket No: ZUK-7778-730-706
Serial No: ###

Best regards,

Funi

Ég bíð spenntur eftir svari.


Ætli þeir viti af þessu?

Þarf ekki einhver að segja olíufélögunum af þessu?  Þeir verða örugglega voðalega glaðir!
mbl.is Olíuverð undir 89 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skreppitúr í kringum Selfoss

P1070300

Skrapp í gær smá rúnt um Selfoss til að prófa vélina mína eftir að hafa sett í hana höfuðrofa og aðrar smávægilegar viðbætur... þ.m.t. bílflautu :).  Vélin var hin ljúfasta og skemmtilegt að skutlast milli regnskúranna eins og í þrautabraut.  Tók nokkrar myndir og setti á vefinn og reyndar 3 vídeó (aftast í listanum).  Ómerkileg videó til þess að gera en bara til að prófa myndavélina.  Njótið.

Myndirnar hér.


og í þetta eyða fjölmiðlar tímanum...

Með fullri virðingu fyrir Ásdísi og hennar hrakningum þá finnst mér margt eiga plássið meira skilið.  T.a.m. þessi hetja hérna sem berst fyrir lífi sínu.  Alveg er ég viss um að hún og fleiri hafi oftar en Ásdís verið "nokkrum klukkustundum" frá bráðri lífshættu. Ég held meira að segja að ég hafi margoft verið "nokkrum klukkustundum" frá bráðri lífshættu!

En hinum get ég verið sammála að loksins eigum við svona Paris Hilton sem við getum slúðrað um þegar ekkert annað er fréttnæmt.

Og áður en einhver fer að gagga í mér, þá vona ég náttúrulega eins og ég óska flestum að Ásdís nái fullum bata.  


mbl.is Ásdís Rán í bráðri lífshættu í Búlgaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feisbúkk og Skotar

Í tvö ár líklega hafa menn og konur spurt mig um Facebook... ýmist afhverju ég sé ekki "á Facebook" og/eða hvað þetta snúist allt saman um.  Facebook er eitt af fjölmörgum "tengslanetum" á netinu en ég hef notað eitt þeira mjög mikið í minni vinnu en það er LinkedIn (www.linkedin.com).  Þar skrá menn (og konur) sig inn, leita uppi vini og vandamenn og tengjast og skiptast þannig á myndum, upplýsingum, allskonar óþörfum hugleiðingum og skoðunum en umfram allt eiga kost á að endurvekja tengsl við gamla skólafélaga, skátafélaga, íþróttafélaga... eða m.ö.o. flesta félaga úr fyrndinni. 

Munurinn á Facebook og LinkedIn er hinsvegar sá að sá síðarnefndi er eingöngu tengslanet viðskipta og þar getur maður oft fundið innsta tengilið í stærstu fyrirtækjum í gegnum tengingar sínar þar.  Facebook hinsvegar er að mínu mati undarlegur tímaþjófur með skammarlega lítinn tilgang.  Ég tengist þér og þú ert tengd/ur 3 öðrum.  Þannig sé ég hvað þessir 3 aðrir eru að gera þessa og þá stundina, hvaða vini þeir eiga o.s.frv. og þeir sjá myndirnar mínar á netinu, hvað ég er að gera og mínir vinir.  Eitthvað í þá áttina.  Nokkuð sem ég sé ekki fram á að nenna að stunda nema að eitthvað stórkostlegt gerist.  Mest finnst mér gaman að fylgjast með öllum hinum eyða tímanum sínum... gefur eiginelga góða mynd af hve lítið er að gera hjá viðkomandi.  Fyrir þá sem þekkja Facebook er hérna ágætis myndband sem að mínu mati útskýrir vel um hvað þetta snýst væri internetið ekki til staðar:

Já og varðandi Skotana.  Ef ég er ekki skoti... er ég þá andskoti?


Hvernig verður maður Gissur Sigurðsson?

Ég hef alltaf haft gaman af helíuminnöndun en þetta er sjálfsagt eitthvað tengt barnahúmor mínum úr æsku þar sem dugði að skipta strump út fyrir prump, eins og áður hefur verið bloggaðu um.  Ég hinsvegar uppgötvaði að andstæða helíums er til og nefnist Sulfur Hexaklóríð og er 6 sinnum þéttara en andrúmsloft líkt og helíum er 6 sinnum þynnra.  Sjáið hér fyrir neðan hvað lofttegundin gerir fyrir þá sem anda henni að sér:

Magnað alveg hreint og klárt mál að maður verður að verða sér út um svona innan tíðar.

Hvernig væri svo að kvitta í athugasemdir?  Eða er enginn að lesa þetta?!


Árbókarmyndir...

Fann þetta stórskemmtilega tól á netinu til að búa til árbókarmyndir eins og þær hefðu litið út frá árinu 1950 - 2000.  Nokkur sýnishorn hér fyrir neðan:

1984 1980 1972 1958 1954

Mana ykkur náttúrulega til að gera slíkt hið sama og leyfa mér að njóta árangursins.

http://yearbookyourself.com/


Flughelgi að baki, og viðburðarík.

Já sorry sorry... búinn að vera upptekinn.  En hér kemur helgarskýrsla þótt seint sé.

Ég fór nefnilega að fljúga á laugardaginn en ég hef lítið flogið undanfarið þar sem ég er búinn að vera með mótorinn úr vélinni í "overhaul" þar sem skipt var um kveikjubúnað.  Vélin hafði nefnilega verið afspyrnuleiðinleg í að starta undanfarið og ekki verjandi að fljúga henni mikið meira í því ástandi jafnvel þótt hún væri gjörsamlega til friðs á flugi.

Ég hafði líka lengi ætlað að bjóða bræðrum Evu í flug og við það var staðið.  Tómas var fyrsti farþeginn og stefnan var tekin á Kjalarnes og þaðan yfir fjörð og inn í Borgarnes þar sem við snerum við.  Ég hafði tekið eftir því að stöku sinnum hægðist örlítið á snúningi vélarinnar, sem er ekki venjuleg hegðun, en loftskilyrði voru ansi hliðholl svokallaðri blöndungsísingu.  Blöndungsísing verður þegar raki í lofti er yfir 50% og hiti undir 10°C.  Við þessi skilyrði getur langvarandi keyrsla á föstum snúningi valdið uppsöfnun íss í blöndungunum og þar með teppt loftflæði, eða sem verra er, skotið inn ísbrotum sem valda gangtruflunum.

Ég var svo heppinn að hafa lært skilyrðin, einkennin og viðbrögðin í flugnámi mínu og því var ég ekkert óöruggur þegar þetta var að koma upp á.  Ég vissulega gerði meira ráð fyrir hugsanlegum truflunum eða jafnvel mótorstoppi og flaug samkvæmt því.  Það er svosum ekkert nýtt fyrir mig en lágflug var a.m.k. úr myndinni.  Tómas tók við vélinni snemma á leiðinni og stóð sig vel en þótti lítið til sýnikennslu minnar í þyngdarleysisflugi og veltingi koma.  

Stefán var öllu óheppnari greyið.  Ekki var hann aðeins búinn að bíða í 1,5 klst eftir okkur, heldur er hann öllu óöruggari þegar kemur að svona sporti... held ég.  Hann var a.m.k. passlega rólegur við hliðina á mér brjálæðingnum en var frekar snöggur að ná fyrstu hreyfingunum.  Við flugum yfir Kjalarnesið og þaðan yfir fjörðinn og út á Skaga.  Þar tókum við nokkra hringi og Stefán fékk að leika sér þar til við hugðumst fljúga til baka.  Það var þá sem Stefán missti áhugann á flugi (held ég) :)  Vélin var í um 600 fetum þegar hún sló hressilega af allt í einu og Stefán með stjórn á vélinni.  Það beinlínis birti inni í vélinni þegar Stefán hvítnaði eins og E.T. þegar hann var sem veikastur. Ég greip stýrið strax, dróg úr inngjöfinni og byrjaði að jafna út flugið og mótorinn fór aftur að virka sem skyldi.  Stefán spurði náttúrulega strax "Hvað var þetta?" og... "Er þetta ok?" o.s.frv.  Spurningar sem ég gat auðveldlega svarað játandi og reyndi að útskýra fyrir honum að þetta væri nú ekki það alvarlegasta í heimi.  Við værum með fullt af túnum fyrir neðan okkur, vegi og flatlendi sem allt væri nógu gott til að lenda á ef við lentum í einhverri neyð.  Ég sagði honum líka að við gætum haft samband við Flugturninn í Reykjavík og spurt hvort það væri ekki flugvöllur nálægt sem hægt væri að lenda á til að jafna mótorinn.  Setningu minni var ekki lokið þegar albínóinn í farþegasætinu svaraði samstundis "Viltu ekki bara kalla í þennan turn og spyrja þá hvað við eigum að gera".  Ég gat nú ekki annað en brosað en ég veit innst inni að ég hefði líklega migið á mig ef ég hefði lent í þessu með einhverjum "mági mínum" í fyrsta flugi á fisvél.  Ég kallaði vissulega í turninn og sagði þeim að við værum að eiga við smá gangtruflanir og lét vita af staðsetningu minni.  Ég fann að þetta róaði farþegann minn en á næstu 3 mínútum á lágum snúningi virtumst við hafa náð að hreinsa þetta út og gátum aftur tekið hæð og flogið til baka.  "Já eigum við ekki bara að gera það" var eina samþykkið sem ég þurfti frá Stefáni þegar ég spurði hann hvort hann vildi snúa við.  Það tók hann nokkrar mínútur að ná púlsinum niður úr 150 slaga svæðinu en hægt og bítandi komst litur í andlitið á þessum óheppna tvíburabróður sem hafði líklega gert sér aðrar hugmyndir um fisflug en þetta bauð upp á.

Þegar við nálguðumst Grund sá ég tengdapabba við brautina en ég hugsa að sál Stefáns hafi heimsótt pabba sinn í smá stund á meðan hún forðaði sér ofan af Skaga eitt augnablik 30 mínútum áður.  Hann fylgdist með okkur koma inn í duglegum vindi en lendingin gekk vel, enda ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í vindi en ég hef ákveðið gaman af því að æfa vindlendingar, bæði á hlið og framan.  Ég svitnaði nú samt örlítið hugsandi um hvernig ég ætti nú að matreiða þetta sem rólegast, enda var ekki nema liðið um hálft ár frá því að ég var næstum búinn að fokka upp ágætu sambandi við tengdaforeldra mína þegar ég lánaði honum fjórhjól til prufu og drengnum tókst náttúrulega að aka því á vegg.  Og næstum drepa sig!  Og ekki bætti úr skák að fyrir nokkrum árum hafði Einar, elsti bróðirinn, lent á Nesjavallavegi með frænda sínum þar sem þeir lentu í bensínstíflu.  Hefði það verið týpískt ef ég hefði lent í því sama?  Kræst.

Jæja.  Eftir að hafa látið vélina bíða í um 15 mínútur og kíkt undir vélarhlífina til að ganga úr skugga um að ísingin væri horfin, hélt ég svo austur á Selfoss þar sem ég kom vélinni fyrir í skýlinu góða.  Ég tek það fram að ég hefði aldrei flogið henni austur hefði ég verið í minnsta vafa um að ekki væri allt með felldu og ég tek það líka fram að blöndungsísing sem þessi er alls ekki sjaldgæf, þót sjaldnast valdi hún mótorstoppi.  Viðbrögðin skipta miklu máli í þessu tilfelli. Þetta er engu að síður óþægilegt og því er ég búinn að finna blöndungshitunarbúnað á netinu sem er einfalt að koma fyrir og kemur í veg fyrir svona uppákomur.  

Annars fórum við svo í heimsókn til Gunnu og Kristjáns, góðvinafólks okkar sem nú nýverið flutti á Hvanneyri.  Ég veit ekki hvort ég gæti flutt í sveit en á móti kemur að þau fluttu af Álftanesi þannig að viðbrigðin eru líklega ekki eins mikil og að flytja úr 101.  Djók.  Þar búa þau í rúmgóðu húsi sem er mjög vel útlátið með flottu útsýni yfir fjallgarðinn í suður.  Við komum kannski ekki í besta veðri (25m/sek og rigning) en hlökkum til að koma í meiri blíðu og eyða þar hugsanlega einni nóttu.  

Jæja, nóg í bili. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband