5.9.2008 | 21:37
Ég er í lagi!
... eða öllu heldur flugvélin mín. En, þar með talið ég! Ég er líka búinn að fljúga síðan... hehe... nánast má segja. Nú er hún heil og ég nýt þess. Þessi færsla er náttúrulega ætluð flugvinum mínum sem vilja vita statusinn á vélinni minni.
Annars fór ég í flug í dag, flögraði um allt, Sandskeið, Grund, Kjalarnes... og endaði á Tungubökkum. Hitti Guðna vin minn og fór með hann í loftið og honum líkaði vel. Sem er í kontrast við það sem aðrir hafa sagt og vélinni hafa flogið - ekki slæmt að eiga svo fína vél.
Jæja, flug um helgina, engin spurning - þeir sem vilja þurfa bara að hafa samband ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2008 | 12:37
Krafa borgarbúa (og landsbyggðarinnar)
Það er augljóst að vilji kjósenda skv. könnunum er að hafa völlinn áfram í Reykjavík og það í Vatnsmýrinni. Þetta kom bersýnilega í ljós í síðustu könnun sem framkvæmd var og þó var reynt að halda hana á meðan flugdagur stóð yfir á Reykjavíkurflugvelli. Þrátt fyrir þá tilraun voru yfir 60% borgarbúa fylgjandi áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Og tæp 90% landsbyggðarfólks sem ég tel að hafi a.m.k. jafn mikinn rétt á að kjósa um þetta málefni ef ekki meiri vilja hafa völlinn áfram! Þarfnast þetta frekari sönnunar?
Sem fyrr kasta ég svo þeirri spurningu til þeirra sem vilja kjósa völlinn burt; Hvað ef Sandgerðisbúar myndu nú ákveða að Keflavíkurflugvöllur væri fyrir verðmætu byggingarlandi? Hver ræður för?
Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 20:24
"Æ hættu bara núna, ég vil fara að sofa"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 13:11
Hvenær er nóg nóg?
Mér varð hugsað til þess fyrir skömmu hvað heimurinn var einfaldur þegar maður var yngri. Þá var ekkert stress. Maður fór bara út þegar morgunverðurinn hafði runnið ljúflega niður (eldaður og framreiddur af mömmu á hóteil Heima) og svo kom maður bara heim þegar sú gamla hafði öskrað úr sér lungu og vélinda að það væri komið að kvöldverði. Þá fannst manni líka fyndið að hlusta á Strumpaplötu Ladda og skipta út strumpi fyrir prump. Ótrúlega var maður nægjusamur.
Og svo lifir maður á tækniöld framfaranna... og stressins . Maður þarf að vera í sambandi allsstaðar... nánast í jarðarförum og kistulagningum. Maður þarf náttúrulega að eiga bíl, helst tvo, og svo allskonar fullorðinsdót, fjórhjól, vélsleða og flugvél auðvitað. Svo er það iPod, Sodastream, ígildi kaffihúss (sem malar baunirnar og sýður vatnið)... já jafnvel þótt maður drekki ekki einu sinni kaffi. Fágaður húmor verður aðeins sóttur í leikhús eða á háupplausnar mynddiskum og maður fer ekki út að skemmta sér nema að kaupa drykki og veitingar sem verðlagðar eru á svipaðan hátt og gullstangir Seðlabankans. Helgarnar eru svo kærkomnar til að slappa af... þ.e.a.s. að halda úti stöðugri dagskrá fyrir fjölskylduna, sinna eigin áhugmálum og þeirra, stunda félagslífið af krafti og heimsækja vini og kunningja. Dauðreyttur á sunnudegi og hreinlega feginn að komast í vinnurútínuna (hún klikkar þó ekkert). Þessu svolgrar maður svo í sig ásamt hæfilegum skammti af höfuðverkjapillum og blóðþrýstingslyfjum.
Og svo beið maður með eftirvæntingu að verða fullorðin?! Er ekki tilveran dásamleg?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 11:11
Atvinna eða sport?
Ég lærði þá ágætu lexíu af köfunarkennara mínum á Kýpur í stúdentsferð minni að maður skyldi njóta áhugamála sinna. Hann hafði nefnilega verið svo heltekinn af köfunarbakteríunni að hann mátti ekki sjá morgundögg án þess að vilja "stökkva út í". Hann viðurkenndi fyrir mér á síðari hluta námskeiðsins að hann hefði uppgötvað að þetta væri nánast orðin fíkn þegar hann lenti í atviki í bíltúr með kærustu sinni. Þá hafði hann verið að aka eftir fallegum sveitavegi og fylgst með þessari líka tæru og fallegu á meðfram veginum þegar hann stöðvaði bílinn og sagði kærustunni að hann væri að fara að pissa. Hann opnaði skottið og var hálfnaður að hátta sig þegar hann ákvað að taka á vandamálinu . Nokkru síðar á ferðalagi á Kýpur (í köfun náttúrulega) fékk þessi ágæti maður (Jonas Vesterberg) óvænt atvinnutilboð sem köfunarkennari á Kýpur. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Að fá að vinna við uppáhalds áhugamálið?! Ekki spurning!
Þessi Jonas sagði svo með trega að fyrsta daginn sem hann mætti í vinnuna breyttist hún sorglega úr því að vera áhugamál í að verða vinna. Hann uppgötvaði fljótlega að nú væri hann jú með vinnu en ekkert væri áhugamálið.
Röð atvika varð til þess að ég varð ekki atvinnuflugmaður. Líklega var stærsti áhrifaþátturinn konan mín, ekki það að hún hefði dregið úr mér. Líklega hætti maður bara að hugsa um flugtök og hvað þá lendingar þegar maður var þegar í kominn í sjöunda himinn. Ég hafði meira að segja verið í bréfaskrifum við norska flugherinn en þar gat maður lært atvinnuflugmanninn með því að skuldbinda sig til 2ja ára herþjónustu. Já, nei ég hafði víst öðrum hnöppum að hneppa.
Annars er ég feginn. Hvorki varð ég atvinnukafari né atvinnuflugmaður. Þannig á ég þessi áhugamál bæði og þakka vini mínum Vesterberg fyrir að hafa minnt mig á þetta. Enda held ég að það geti hreinlega ekki verið jafn gaman í vinnunni eins og áhugamálinu (þótt ég hafi ofboðslega gaman af því sem ég er að gera... enda erfitt að hafa farsímahugbúnaðargerð sem áhugamál).
Þessu með atvinnuflugið lýsir Monty Python hópurinn a.m.k. ógleymanlega hér fyrir neðan:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 13:52
Áfram um flugvöllinn...
Gísli Marteinn bloggar í dag um að meirihlutinn sé næstum allur fastur á þeirri skoðun að flugvöllurinn skuli víkja fyrir byggð og virðist ætla að halda fyrir eyru og augu og neita að hlusta á málefnalegar röksemdafærslur fyrir því hvers vegna völlurinn skuli verða áfram í borginni. Þar áréttar hann að meirihlutinn sé þessarar skoðunar og ég verð persónulega að segja að pólitískara "harakiri" finnst líklega ekki, og þótt víða væri leitað. Það virðist sem svo að núverandi meirihluti ætli hreinlega að fremja þetta sjálfsmorð án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Það er ljóst að rúmlega 60% borgarbúa vilja völlin áfram þar sem hann er og mun fleiri landsbyggðarbúar (yfir 80%) eru þessum 60% sammála.
Því spyr ég hvort það verði stefna þeirra að gera kannanir hér eftir og ganga þvert á niðurstöður þeirra? Og ég sem á að heita helblár sjálfstæðismaður?! Fleiri og fleiri sjálfstæðismenn hóta því nú að hætta að styðja borgarstjórnarflokkinn og þessu fólki virðist vera nákvæmlega sama. Merkilegt nokk! Verði fast staðið við þessi ummæli mun ég (og vitandi af mun fleirum) kjósta eitthvað annað (erfitt val þó) í næstu borgarstjórnarkosningum.
Ég legg hér með til að Geir Haarde taki við taumunum og lögfesti þennan völl í Vatnsmýri fyrir hagsmuni landsmanna en ekki óhæfra borgarfulltrúa, hvort sem er vinstri, hægri, snar eða klikk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2008 | 11:31
Staða borgarinnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 11:04
Myndband augnabliksins...
Stórskemmtilegt augnablik úr Næturvaktinni...
Bloggar | Breytt 29.8.2008 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 11:28
Vilji meirihluta kjósenda!
Það hlýtur að vera öllum ljóst að meirihluti hvort sem er þjóðar og/eða borgar vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að allar kannanir sem náð hafa út fyrir höfuðborgarsvæðið hafi kosið völlinn áfram með miklum meirihluta og sama má segja um síðustu könnun meðal borgarbúa. Og sú könnun var meira að segja framkvæmd á flugdegi Reykjavíkurflugvallar! Þegar yfir 10.000 gestir voru á Reykjavíkurflugvelli að horfa á flugsýningu og njóta staðsetningar vallarins. "Nice try" en gekk því miður ekki upp!
Margir hafa haft orð á því að flugvöllurinn eigi bara að vera í Keflavík. Það sé ekkert langt í burtu og að þar sé sjúkrahús og öll þjónusta. Aðeins er hægt að hafa þessar skoðanir að illa ígrunduðu máli. Þeir sem kynnt hafa sér málið ítarlega komast að því að flugvöllurinn er í fyrsta lagi ekki alltaf (og alls ekki alltaf) fær flugvélum, svo ekki sé talað um minni sjúkraflugvélar (annað gildir um stórar og þungar farþegavélar), enda hafa fjölmargar flugvélar viðkomu hér í Reykjavík þegar Keflavíkurflugvöllur lokar vegna veðurs. Í öðru lagi er sjúkrahúsið í Keflavík ekki nánda nærri því eins fullkomið og Landspítalinn og því erfitt að bera saman þessa tvo kosti. Vilja menn flytja hátæknisjúkrahúsið til Keflavíkur?
Og ekki er það sjaldgæfara að heyra að aðrar þjóðir séu með flugvelli sína langt frá höfuðborginni. En athugaðu lesandi góður að þar erum við að tala um alþjóðaflugvelli, millilandavelli! Það má vera að fæstir séu með hann í sjálfri miðborginni (þrátt fyrir að eiginlegur miðpunktur Reykjavíkur sé í raun í fossvoginum núna), en það er deginum ljósara að Keflavík er staðsettur lengst frá höfuðborg en allar okkar nágranna og samanburðarþjóðir. Þetta sýnir mynd Matthíasar Sveinbjörnssonar mjög glögglega og læt ég hana fylgja með hér lesendum til glöggvunar. Flestar þjóðirnar hafa yfir að ráða flugvöllum innan borgarmarka hvort sem er í fullri eða takmarkaðri þjónustu til innanlandsflugs og/eða sjúkraflugs.
En sérfræðingar almúgans hafa fundið út að lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur muni leysa vandamálið! Já, og á Íslandi þar sem allir keppast við að nota almenningssamgöngur umfram einkabílinn! Vita þessir sérfræðingar hvað lestarsamgöngur við Gardermoenflugvöll í Noregi (Osló-Gardermoen) kostuðu og kosta reyndar enn þann dag í dag? Osló-Gardermoen lestin kostaði yfir 150 milljarða króna (á gamla genginu) og er rekin með 1,5 milljarða kr. tapi á ári hverju. Samt er þar þegar til staðar öll þjónusta við lestarsamgöngur á borð við stöðvar, þekkingu, starfsmenn, stjórnstöðvar, viðgerðarbúnað og teymi, o.s.frv. Úr hvaða rassvasa ætla borgarbúar að sækja þessa peninga og hvar á slík lest að stöðva ef ekki í Mjódd, sem myndi þá þegar lengja ferð hvers borgarbúa og akstur um rúmlega það sem þeir þurfa í dag?
Og hættan á flugslysi er jafnan nefnd í umræðu sem þessari en skoði menn aðflugsstefnur í loftmynd og þær flughæðir sem hafðar eru komast menn fljótt að því að lítil sem engin hætta er á ferð. Ég býst við að fleiri dauðsföll verði af öðrum orsökum á þessu svæði verði því breytt í byggð en ella. Það sannar tölfræðin.
Og sé þetta svæði svona verðmætt, afhverju hefur þá engum hugnast að fylla tjörnina og byggja á henni? Heilmikið svæði á besta stað og myndi geta náð út að höfuðstöðvum Íslenskrar erfðargreiningar. Og Öskjuhlíðin? Reyndar hefur fyrrverandi meirihluti séð til þess að hlíðin fari fljótlega undir byggð (en af nægu er að taka).
Og hvers er ákvörðunin? Í fyrsta lagi á ríkið um helming þess lands sem flugvöllurinn stendur á (ásamt flestum byggingum og mannvirkjum sem á honum stendur). Í öðru lagi þjónar þessi völlur öllu landinu og að auki er flest stjórnsýslan staðsett hér í borginni. Eitthvað myndu menn segja ef Sandgerðisbúar myndu nú allt í einu kjósa Keflavíkurflugvöll út af borðinu og opna verslunarmiðstöð á svæðinu þar sem það þjónaði þeirra hagsmunum betur en völlurinn? Er í lagi með fólk?
Það er þó ljóst að það má breyta vallarstæðinu og stytta brautir án teljandi vandamála en þó verður að hugsa með öryggi flugfarþega í huga. Vindur er fluginu mikilvægur og krossbraut er öruggasta leiðin. Hér er mikilvægt að meta hagsmuni fólksins í heild umfram buddu borgarinnar!
VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 20:05
"Hey, ég þarf að pissa!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)