Færsluflokkur: Bloggar

Kreppuþróunin... eða bara lélegur bissness?

koka219_740683.jpgFór í 10-11 í dag til að redda suðusúkkulaði handa frúnni þar sem hún var í óða önn við að baka jólasmákökur.  Ég hef oft haft á orði hvað sú verslun er fáránlega dýr en ég held að það sem blasti við mér í dag hafi toppað skalann.  Jú, eins og ég hef áður nefnt, þá kostaði bjór í vínbúð minna en 1/2 l. af Coke í 10-11 þegar hún var á 195 en í dag kostar þessi flaska 215 kr.  Gosflaskan er meira og minna öll framleidd hér heima og það litla sem þarf að kaupa að er sykur og bragðefni og ber líklega nálægt 10% af framleiðslukostnaði.  Já, þetta er eins og með þá sem fara á bensínstöðina á Ártúnshöðfa, bölva lítraverði af bensíni, en kaupa svo 1/2 líter af kolsýrðu vatni sem framleitt er 15 metrum ofar í götunni á 175 kr.  1/2 líter af bensíni sem framleitt er hinum megin á hnettinum, flutt með skipum norður í Atlantshaf, ekið á bílum að þessum mannvirkjum sem kosta gott meira en hornsjoppa á Grettisgötu, dælt í gegnum hátæknibúnar bensíndælur og knýja að lokum áfram bifreiðar og önnur ökutæki, kostar um 75 kr.  100 krónum minna en vatnsflaskan sem viðkomandi keypti án athugasemda.

Því spyr ég hvort dæmið snúist um kreppu eða lélegan bissness.  Ég man þá tíma þegar Eiríkur átti og rak 10-11 búðirnar en þá voru biðraðir við alla kassa, verslanirnar voru ódýrari en Bónus í verðum og kepptu á samkeppnismarkaði.  Þá var gaman að versla í 10-11.  Núna er oftast 1 manneskja við vinnu, tyggjósmjattandi með skítugt hár og lesandi DV á kassanum.  Eitthvað sem Eiríkur hefði ekki sætt sig við.  Ég efast um að það dugi að skrúfa upp verðið nema ákveðið lengi og fyrir minn smekk var markinu náð nú þegar 1/2 líter af kók náði 200 kr. markinu. 

Hingað og ekki lengra.  Ég færi minn bissness annað.


Mikilvægi þess að skoða heimavinnu barnanna...

Misskilin teikning...Meðfylgjandi mynd sem ég fékk senda undirstrikar mikilvægi þess að við yfirförum heimavinnu barnanna okkar.  Þessi stúlka í USA var að teikna móður sína, sem vinnur í HomeDepot (Húsasmiðjunni) og er að selja skóflu.  Myndin er góð en hætt er við að kennarinn eða aðrir sem myndina börðu augum hafi skilið hana rétt. 

Hvernig væri...

...að byrja á að segja upp þulunum?  Er það virkilega eins mikilvægt og fréttastofa RÚV?  Ég er allur á móti uppsögnum og niðurskurði en ég er allur fylgjandi því að skorið sé niður á réttum stöðum!
mbl.is „Kemur á versta tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt!

Það er gott að VG skuli hafa fókusinn á réttum stað í ástandinu nú þegar Alþingi sendir út á tveimur sjónvarpsstöðvum, er með vefsíðu og sendir reyndar út á netinu líka.  Um að gera að bæta við útvarpsrás líka, jafnvel dagblaði líka.  Eða leigja gerfihnött?!
mbl.is Enn reynt við útvarp frá Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að borga?

Nú er ég einn af þeim sem tel notkun nagladekkja óþarfa fyrir innanbæjarakstur og reyndar skrepp ég gjarnan austur fyrir fjall og jafnvel lengra á fallegum vetrardögum.  Það er að mínu mati óverjandi að ég skuli greiða sömu gatnagerðagjöld og þeir sem aka um á nöglum og eyða upp malbiki.  Á sama hátt er olíugjald ákvarðað o.fl. 

Rök FÍB eru ágæt en undirstrika þó tvennt; Að flest ónegld vetrardekk veiti sama öryggi og nagladekk í langflestum aðstæðum en á móti að rannsóknir (sem þeir vitna í) sýni fram á að sáralítill munur sé á sliti nagladekkja og annarra.  Ég hef lesið annað og í huga mínum leikur enginn vafi á að hér sé um að ræða slit af völdum nagladekkja langt umfram hin.  Að auki kemur ekki fram að í sumum tilfellum eru naglar hreinlega verri en vetrardekkin, aðstæður sem eru mun tíðari í Reykjavík en glærahálkan sem vísað er í.


mbl.is Leggjast gegn nagladekkjaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smart banking?

Sit hérna á "lánsinum" á Keflavíkurflugvelli þar sem fáa er að sjá.  Hingað til, þegar ég hef setið hérna og borðað morgunmatinn, hefur iðulega verið lifandi líf af útrásarfólki ýmisskonar.  Í dag er landslagið annað; nokkrir erlendir ferðamenn og örfáir þögulir Íslendingar.  Engir nýstroknir og gljáfægðir bankamenn eða atvinnufjárfestar(lántakar).  Þetta er svolítið lýsandi fyrir stöðuna í dag.  Svo lít ég á flotta "veraldarklukku" á veggnum sem líklega hefur kostað nokkra hundraðþúsundkallana og merkt Glitni í bak og fyrir.  Ekki bara Glitni... heldur "Glitnir - smart banking".  Dæmi nú hver fyrir sig.

En ég er á leið til Osló þar sem ég mun eiga fundi með afar áhugaverðum aðilum í mínum geira.  Þar sem flug hittir illa á verð ég að eyða deginum þar áður en fundirnir hefjast á morgun.  Þá hefði nú verið gott að hafa Rakel og Badda í "dávntávn Osló".  Norska krónan í 18 ... það er eins gott að hamstra smurbrauðið á lánsinum áður en honum verður lokað ;)

Jæja... ætla að fá mér eitt djúsglas til og svo er stefnan sett á 30þús fetin.


Mikill léttir...

... að einhverjir skuli hreinlega vilja lána okkur eitthvað þessa dagana.

Annars að öllu gríni slepptu er afar áhugavert að fylgjast með þessu því meiri líkur en minni eru að þarna gjósi í ljósi þróunarinnar.  Hvernig væri að færa Kötlumyndavélina þangað eða koma upp nýrri sem myndi gera mögulegt að fylgjast með umhverfinu "live"?


mbl.is Skjálftahrina við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu...

Já, það er opinbert.  Ég átti hreinlega von á dauða mínum í kreppuástandinu en ekki því sem gerðist í dag.  Fallegur dagur og tilvalinn til flugs og viðraði því í gríni við Evu hvort hún vildi nú ekki koma með í smá brautarhopp (flugtak og lending á sömu braut).  Við höfðum jú oft rætt að það væri fyrsta skrefið en ég átti ekkert von á að á bak við það lægi nokkuð nema innantóm orð.  En hvað haldið'i?  Eva segir bara "nei heldurðu það?".  Hey... ég er búinn að vera með þessari konu í rúm 12 ár og veit að þetta þýðir ekki nei ... og nær því að heita já!.  "Þú verður þá að redda pössun".  Ekki þurfti að segja mér þetta tvisvar og úr varð að við vorum á leið á Selfoss, þar sem ég geymi vélina, nokkrum korterum síðar.

Og úr varð hið ótrúlega.  Eva fór jú hikandi með mér út á braut í vélinni, eitt brautarhopp með heimild frá Stefáni í turninum.  Gekk með ágætum, en þegar ég stakk upp á brautarhoppi númer tvö, sagði mín heittelskaða nánast eins og dauðadæmdur maður segir "fokkitt", "nei förum bara einn hring".  Augu og eyru mín stóðu náttúrulega á stilkum (ef eyru geta það) og auðvitað þurfti ekki að endurtaka þá skipun.  Út á brautarenda og í loftið!

Restin er vissulega bara fyrir hana til að monta sig af.  3 flugtök og lendingar og dágott flug um nágrenni Selfoss.  Þessi flughræddasta persóna sem ég þekki hefur að mínu mati sigrað sína verstu ógn og hræðslu með því að taka þetta skref.  Þrátt fyrir alla tölfræði og allt, er ekkert sjálfsagðara fyrir flughrædda manneskju að setjast upp í fis frekar en lofthrædda að standa á þakbrún.  

En myndirnar tala sínu máli og Eva er alsæl með flugið og nefndi það rétt áðan, til að auka enn frekar á furðu mína, að hún væri til í að fljúga á morgun verði spáin góð.  Talandi um hraðan bata!


"Krepplingur"

KræklingurSkrapp í hádeginu í dag með Árna Gunnarsyni kunningja mínum og flugfélaga í Hvalfjörðinn þar sem við sóttum okkur krækling sem ég kýs á þessum tímum að kalla "kreppling" eins og fyrirsögnin segir.  Jú, hver segir að maður geti ekki leyft sér munað á þessum síðustu og verstu tímum?  Þarf að fara aðra ferð á næstunni þegar ég hef ögn meiri tíma.  Ekki slæmt að geta sótt sér svona kræsingar "free of charge". 

Annars tókst mér líka að klessa bílinn í dag.  Jamm, ók aftaná geðlækni á hægferð.  Lýg því ekki.  


Jeminn...

Þetta ofan á þjóðarkreppuna!  Hvað gerist næst?!
mbl.is Prokurorov látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband