Hver á að borga?

Nú er ég einn af þeim sem tel notkun nagladekkja óþarfa fyrir innanbæjarakstur og reyndar skrepp ég gjarnan austur fyrir fjall og jafnvel lengra á fallegum vetrardögum.  Það er að mínu mati óverjandi að ég skuli greiða sömu gatnagerðagjöld og þeir sem aka um á nöglum og eyða upp malbiki.  Á sama hátt er olíugjald ákvarðað o.fl. 

Rök FÍB eru ágæt en undirstrika þó tvennt; Að flest ónegld vetrardekk veiti sama öryggi og nagladekk í langflestum aðstæðum en á móti að rannsóknir (sem þeir vitna í) sýni fram á að sáralítill munur sé á sliti nagladekkja og annarra.  Ég hef lesið annað og í huga mínum leikur enginn vafi á að hér sé um að ræða slit af völdum nagladekkja langt umfram hin.  Að auki kemur ekki fram að í sumum tilfellum eru naglar hreinlega verri en vetrardekkin, aðstæður sem eru mun tíðari í Reykjavík en glærahálkan sem vísað er í.


mbl.is Leggjast gegn nagladekkjaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hittir naglann á höfuðið þarna.:) Þú keyrir austur fyrir fjall á fallegum vetrardögum naglalaus.

Prófaðu að keyra í roki og rigningu á svelluðum vegi með engar vegaxlir sem geta stoppað bílinn ef hann byrjar að renna til á gljánni! Það eru sko engar skemmtiferðir í fallegu veðri. Það er venjulegt fólk sem þarf að komast til og frá vinnu í gríðarlega erfiðum aðstæðum víða um land.

Og á þá kannski að vera tollhlið við borgarmörkin til að kanna hvort utanbæjarlýðurinn sé á nöglum sem gætu skemmt malbikið? Hvernig á að skattleggja? Og hverja á að skattleggja?

Nei, naglar eru eina ráðið sem dugar úti á landi þar sem ekki er stöðugur salt- og/eða sandaustur alla daga.

Bara að hugsa aðeins áður en farið er að opna munninn.

Valdimar (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Frosti Heimisson

Ég vænti þess að þú hugsir líka Valdimar, áður en þú opnar munninn.  Sé færi svo slæmt að þú treystir þér ekki á ónegldum dekkjum þá skaltu ekki fara.  Sé færðin svo slæm að þú treystir þér ekki á negldum, þá ferðu líklega ekki.  Spurðu þig frekar hve möguleikinn er mikill á að þú lendir í þeirri aðstöðu að þú verðir að fara á þessum degi og hvort þú sért þá ekki bara tilbúinn að greiða einhverjar 1.000 kr. eða svo aukalega fyrir viðvikið? 

Eða er það of dýrt fyrir öryggið sem þú telur upp hér fyrir ofan?  Eða hugsaðirðu kannski ekki áður en þú opnaðir munninn?

Frosti Heimisson, 14.11.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Frosti Heimisson

.... enda er ekki verið að tala um skattlagningu á fólk utan af landi... þó ég teldi það líka fullkomlega eðlilegt.  Enda á ég ekki að sjá um að verja malbikið fyrir hina.  Eigum við ekki bara að fella niður olíugjald á vörubílstjóra líka?

Frosti Heimisson, 14.11.2008 kl. 12:33

4 identicon

þetta er eitn en landsbyggðar skatturinn... þú kemst ekkert hjá því að vera á naglalausum dekkjum fyrir austan norðan og vestan...

Axel (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:48

5 identicon

Þetta eru nú svolítið barnaleg rök hjá þér Frosti. Að fara ekki til vinnu ef naglalaus dekk duga ekki? Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala. Og þess vegna betra fyrir þig að tala sem minnst.

Svo er eitt sem gleymist mjög oft að minnast á og það er samspil salts og nagla. Ef ekki væri fyrir saltaðar götur, myndu naglarnir ekki rífa malbikið svona upp. Það er saltið sem eyðileggur bindiefnið og síðan tæta naglarnir það í sig. Best væri að sleppa saltaustrinum.

Valdimar (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:07

6 Smámynd: Frosti Heimisson

Hingað til hafa Reykvíkingar nú ekki þurft að sækja mikinn hluta sinnar vinnu út fyrir borgarmörkin.  Hugsa að þau fáu prósent gætu alveg verið áfram á nöglum.  Rétt er þetta með saltið... enda er ég því ekki fylgjandi.  Barnaleg rök get ég þó ekki samþykkt, enda er hér um að ræða staðreyndir málsins og umræður út frá þeim.

Frosti Heimisson, 14.11.2008 kl. 19:31

7 Smámynd: Frosti Heimisson

...enda hugsa ég að smávægileg skattlagning hverfi líklega í bensínkostnaðinn sem hlýst af því að stunda vinnu utan höfuðborgarsvæðisins... a.m.k. eins og staðan er í dag.

Frosti Heimisson, 14.11.2008 kl. 19:32

8 identicon

Mér finnst ekki  jákvætt þegar öryggi fólks er skattlagt, sé Hellisheiðina fyrir mér, þegar borgarvargurinn skreppur austur í bústað og svo er bara allt annað veður þegar það er komið uppá Sandskeið.  Ég vildi ekki vera þar á ferð nema þá helst fljúgandi að taka myndir af þessu liði þvers og kruss 

Þórir T (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 22:20

9 identicon

Er ekki rétt  að Valdimar flytji á Mölina.Hann er greinilega veðurgeit með minnimáttakennd.Skelltu þér á nöglunum til okkar fávísra borgarbarnanna, Valdimar og njóttu þess að vera laus við blágljáðar vegaxlir,rok og landsbyggðarrembing.Passaðu þig bara á öllum vitlausu,fávísu og lífsreynslulausu borgarbúunum.Þú gætir ekið á þá á nöglunum þínum, hugsandi með galopinn munninn áður en þú nærð að tala.

Mummi Senior (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:41

10 identicon

Ég tek undir með Þóri en Mummi Senior talar fyrir mína hönd og minna því þótt ég sé landsbyggðarmaður þoli ég ekki svona montrassa eins og þennan Valdimar sem segir fólki til og talar niður til þess.

Siggi Selfoss (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:52

11 identicon

Það er virkilega gaman að lesa þessa síðu.Sjálfur keiri ég daglega hálfan hringveginn og við ræðum það oft félagarnir í kaffipásum hvað það væri gaman að geta bara flogið í staðinn fyrir að fetast þetta áfram eins og hann Þórir segir. Og mikið er ég sammála þessum Mumma Sen sem kennir þessum Valdemari að hugsa soldið áður enn hann talar.Allavegana talar sá gaur einsog einginn hafi keirt á íslandi nema hann.Og svo notar gaurinn nagladekk! Ég held að við gætum kennt honum að keira einsog á að keira og hætta að treista á nagladekk.

Nonni Trukkur (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:09

12 identicon

Nagladekk eru góð þar sem þau henta, en þau henta bara alls ekki allsstaðar.  Þeir sem nota ekki nagladekk eru oftast á slitnum heilsársdekkjum sem gætu alveg eins heitið sumardekk og varla það meira að segja.  Slíkir hjólbarðar eru einfaldlega hættulegir, bæði þeim sem aka á þeim og okkur hinum sem erum í umferðinni.  Sjálfur hef ég umsjón með miðlungs stóru bílaverkstæði og þið getið ekki trúað því hvurlags dekk fólk er að koma með og láta setja undir sem vetrardekk, það er ekki allt fallegt...  Einnig er ágætis lesning að kíkja á vef Rannsóknarnefndar umferðarslysa, www.rnu.is    og lesa nokkrar skýrslur.  Þá sést vel hversu mikið er af vanbúnum bílum í umferðinni, jafnvel einföld atriði eins og rangur loftþrýstingur eða mismikill,  gjörbreytir veggripi og lengir hemlunarvegalengd.  Niðurstaða:  Vera á góðum vetrardekkjum þar sem það á við og góðum nagladekkjum þar sem það á við...

Þórir T (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 09:58

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég nota ekki nagladekk og hef ekki gert - mín vegna má skattleggja notendur nagladekkja - þeir sem búa út á landi og geta fært sönnur fyrir því að þurfa að keyra á þessum óþverra ættu að fá td  "naglakort" sem þeir síðan gætu þurft að sýna ef td á ferð hér í bænum og stoppaðir af vegaeftirliti eða lögreglu

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband