14.10.2008 | 20:52
"Krepplingur"
Skrapp í hádeginu í dag með Árna Gunnarsyni kunningja mínum og flugfélaga í Hvalfjörðinn þar sem við sóttum okkur krækling sem ég kýs á þessum tímum að kalla "kreppling" eins og fyrirsögnin segir. Jú, hver segir að maður geti ekki leyft sér munað á þessum síðustu og verstu tímum? Þarf að fara aðra ferð á næstunni þegar ég hef ögn meiri tíma. Ekki slæmt að geta sótt sér svona kræsingar "free of charge".
Annars tókst mér líka að klessa bílinn í dag. Jamm, ók aftaná geðlækni á hægferð. Lýg því ekki.
Athugasemdir
Það var þó bót máli að þetta var geðlæknir! hægt að klára allt á staðnum.
Þórir T (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:57
...eða eins og Ómar Ragnarsson söng, þetta var allt í lagi,"allir hinir fóru í miklu meiri klessu".En hvers vegna fór geðlæknirinn svona hægt?Eða fóru sumir svona hratt?Menn vanir flughraða og útsýnisflugi þurfa að jústera sig á jörðina með okkur hinum þegar svo ber undir.Og svo heimta ég að fá að snæða eitthvað af þessum kræklingi,soðnum í hvítvíni að hætti Evu!! Annars held ég áfram að röfla...
Mummi senior (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.