12.9.2008 | 11:19
Feisbúkk og Skotar
Í tvö ár líklega hafa menn og konur spurt mig um Facebook... ýmist afhverju ég sé ekki "á Facebook" og/eða hvað þetta snúist allt saman um. Facebook er eitt af fjölmörgum "tengslanetum" á netinu en ég hef notað eitt þeira mjög mikið í minni vinnu en það er LinkedIn (www.linkedin.com). Þar skrá menn (og konur) sig inn, leita uppi vini og vandamenn og tengjast og skiptast þannig á myndum, upplýsingum, allskonar óþörfum hugleiðingum og skoðunum en umfram allt eiga kost á að endurvekja tengsl við gamla skólafélaga, skátafélaga, íþróttafélaga... eða m.ö.o. flesta félaga úr fyrndinni.
Munurinn á Facebook og LinkedIn er hinsvegar sá að sá síðarnefndi er eingöngu tengslanet viðskipta og þar getur maður oft fundið innsta tengilið í stærstu fyrirtækjum í gegnum tengingar sínar þar. Facebook hinsvegar er að mínu mati undarlegur tímaþjófur með skammarlega lítinn tilgang. Ég tengist þér og þú ert tengd/ur 3 öðrum. Þannig sé ég hvað þessir 3 aðrir eru að gera þessa og þá stundina, hvaða vini þeir eiga o.s.frv. og þeir sjá myndirnar mínar á netinu, hvað ég er að gera og mínir vinir. Eitthvað í þá áttina. Nokkuð sem ég sé ekki fram á að nenna að stunda nema að eitthvað stórkostlegt gerist. Mest finnst mér gaman að fylgjast með öllum hinum eyða tímanum sínum... gefur eiginelga góða mynd af hve lítið er að gera hjá viðkomandi. Fyrir þá sem þekkja Facebook er hérna ágætis myndband sem að mínu mati útskýrir vel um hvað þetta snýst væri internetið ekki til staðar:
Já og varðandi Skotana. Ef ég er ekki skoti... er ég þá andskoti?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.