Færsluflokkur: Bloggar
12.2.2011 | 12:09
Ókostir einkavæðingar?
Ég rökræði oft við félaga mína um kosti og galla einkavæðingar. Ég geri mér grein fyrir að það megi stíga varlega til jarðar í markaðsvæðingu en mér finnst eins og að þjóðfélagið sé farið að skemma meira fyrir sér með forræðishyggju en bæta. Til einföldunar langar mig að diskútera einkavæðingu í menntageiranum, en síendurtekinn niðurskurður á þeim bænum virðist hægt og rólega ætla að drepa menntakerfið og það í tíð "vinstri velferðarstjórnar".
Nú hef ég sjálfur kennt í gagnfræðaskóla og upplifað umhverfi þar sem lítið var í boði til stórra verka og í raun var aðdáunarvert að sjá úr hve litlu starfsfólk og nemendur náðu að moða úr til að gera dagleg störf skólans að ánægjulegri lífsreynslu. En burtséð frá öllum góðum vilja þá er staðreyndin sú að það þurfti oftar en ekki að "stela úr kökukrúsinni" til að láta dæmið ganga upp. Í þessu tilfelli var kökukrúsin blaða- og ljósritunarkostnaður liðurinn í bókhaldi bæjarins.
Engu að síður hafði skólinn lengi vel, án þess að auglýsa það opinberlega, fengið árlegar greiðslur frá farsímarisunum tveimur hér á landi fyrir að hýsa farsímasenda á toppi skólans. Og viti menn, þessi tekjulind færði skólanum einmitt það sem vantaði upp á til að geta fært skólann nær nútímanum, keypt skjávarpa í stofur, sjónvarpstæki, tölvur o.fl. Eitthvað sem eflaust var ekki álitið nauðþurft heldur kannski frekar "munaður". Ég ætla ekkert að rökræða um kosti og galla þessa búnaðar, en í mínum huga gerði hann stóra hluti og var klárlega ástæða þess að mér tókst að ljúka ákveðnum áföngum með börnunum með mun betri árangri en nokkur þorði að vona.
En þetta leiðir mig að kjarna málsins. Í dag berjumst við við eftirköst og afleiðingar bankahruns sem svo undarlega sem það kann að hljóma er komið í fangið á blásaklausum þegnum þessa lands. Nokkuð sem nýendurskilgreint hugtak vinstristefnunnar hefur leitt af sér. En pólitík eða ekki, þá liggur vandinn bæði hjá stjórnvöldum og einnig ákveðnum hópi fólks sem ég ætla að ræða hér. Vandinn er það sem ég vil kalla "Markaðshræðsla".
Þessi markaðshræðsla lýsir sér í ótrúlegum ótta við að markaðsdrifin fyrirtæki nái að nýta sér opinberan vettvang til kynningar, og þá sem meiru máli skiptir, hvort sem það sé með jákvæðum hætti eða neikvæðum. Mörg dæmi sanna þetta og svo virðist sem örfáir einstaklingar fái með ótta sínum að draga úr öllum möguleikum fyrir skóla, í þessu tilfelli, að bæta hag sinn og auka þjónustu við nemendur.
Nei, þá er bannað að auglýsa mjólk á göngum skólans. Er mjólk óholl... já, það eru nokkrir aðilar þarna úti sem telja að svo sé, vísa m.a.s. til Japan, því þar er lítið um mjólkurnotkun og á sama tíma fátítt að fólk fái krabbamein. Ergo: Mjólk hlýtur að vera krabbameinsvaldandi og þá er fáránlegt að MS fái að auglýsa mjólk! Svona er má segja öll vitleysan eins.
Nú gekk ég í Verslunarskólann og þar voru stofur merktar og auðkenndar með nöfnum styrktaraðila. Ég var í Eimskip heilan vetur. Já og sótti reyndar nokkra tíma í SÍF... eða hvað það var. Nokkuð sem vakti frekar sagnfræðilegan áhuga (enda nokkur þeirra farin á hausinn þá þegar ég byrjaði að sækja skólann) frekar en markaðslegan. Engu að síður var þetta ekkert óeðlilegra en að nefna þær eftir fjöllum eða fossum. Í spjalli mínu við einn kennara minna kom í ljós að þessir styrkir flýttu ekki bara fyrir byggingu skólans heldur juku tækjakost hans til muna.
Og hvað var svona slæmt við þetta? Hvað er svona slæmt við að fyrirtæki styðji við bak skóla okkar? Má ég a.m.k. fá að velja fyrir mitt barn? Má ég kjósa hvort barn mitt fái að fylgja kristnum gildum í skólastarfi og fái notið aðstöðu sem sé til sóma hvort sem það kunni að vera í boði Eimskips eða Icelandair? Leyfist mér að fara fram á þetta og fara á sama tíma fram á að börnum verði ekki gert mishátt undir höfði en að öll börn fái engu að síður að velja hvort þau vilji þá, og miðað við aðstæður, ómarkaðsdrifna meðalþjónustu með síþreyttu og nánast buguðu starfsfólki eða lítið eitt markaðsdrifna gæðaþjónustu með áhugasömu starfsfólki? Hvar er mismununin í því fólgin?
Til að verja vefþjóna Mbl.is skal tekið fram að það þurfi siðareglur um þetta líkt og annað, gosdrykkir og sælgæti hljóta t.d. að falla undir eitthvað sem á ekki fullt erindi inn í skólana, en það má finna góðar reglur um þetta líkt og allt annað sem við "fullorðna" fólkið fylgjum dagsdaglega. Í það minnsta hljóti að þurfa lýðræðislega kosningu um svona hluti. Ekki að einn græninginn eða feministinn fái að stjórna heilu skólakerfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 09:15
Enn ein ástæða Reykjavíkurflugvallar
Lentu í Reykjavík vegna þoku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2010 | 08:51
Og er þetta rétti tíminn?
Reykjavíkurframboð býður fram í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2009 | 21:24
Vonandi gerist ekkert...
... á meðan þessir nýliðar afla sér áralangrar reynslu fyrrverandi slökkviliðsmanna. Það væri slæmt fyrir ónefndan slökkviliðsstjóra að hafa mannslát á samviskunni fyrir sérvisku sína í samskiptum við það frábæra og reynslumikla fólk sem nú kveður slökkviliðið.
Undarlegast þykir mér þó að yfirboðaðarar hans skuli láta svona hluti gerast í svo ágætu sveitarfélagi eins og Árborg er. Lyktar þetta grunsamlega mikið af pólitík - enda eru meiri- og minnihluti langt frá því að vera sammála um þessa ráðstöfun. Hér er um að ræða aðgerð sem aldrei hefði þurft að koma til ef stjórnendur hefðu unnið með undirmönnum sínum og verst er að hún mun hún kosta sveitarfélagið gríðarlega fjármuni sem ekki eru til.
Ég óska nýliðunum alls hins besta í þessu ábyrgðarfulla starfi sem þeir taka sér nú fyrir hendur.
Nýliðar slökkviliðsins þjálfaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2009 | 22:17
Hvar er hann?
Lýst eftir karlmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2009 | 20:23
Hvernig má það vera...
... að húsgagnasmiður sem pólítískt var ráðinn umfram mun hæfari einstaklinga í þetta starf, kemst upp með að fá 20 manns upp á móti sér og standa af sér óveðrið með því að neita staðfast að það sé vandamál innan slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu?
Er maðurinn í framsókn eða er hann bara friðhelgur gagnvart gagnrýni yfir þriðjungs mannafla slökkviliðsins fyrir austan fjall?
Eru virkilega ekki gerðar meiri kröfur til yfirmanns slökkviliðsins en svo að húsgagnasmiður sem hefur ekki nokkra einustu verkfræðimenntun á bakinu fái að valsa um gefandi eflaust harðduglegum starfsmönnum langt nef, sem flestir vinna starf sitt af heilum hug, sveitarfélagi sínu til sóma.
Og nú á að ráða inn meira að reynslulausu og óhæfu fólki sem þjálfa á upp frá grunni í stað þess að finna lausn á vandamálinu sem virðist augljóslega vera yfirmanninum að kenna.
Ég bara spyr?!
Brunavarnir Árnessýslu svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
1.5.2009 | 18:11
Með ólíkindum
Mér þykir með ólíkindum að þetta skuli gerast aftur og aftur. Á Seltjarnarnesi hefur Björgunarsveitin Ársæll glæsilegt aðsetur og viðbragðstími þeirra er og hefur alltaf verið mun skemmri en lögreglu og slökkviliðs hvað þessi útköll snertir. Að auki hefur það oftar en ekki verið lögreglunni til skammar hve illa þeir hafa komið búnir til slíkra "björgunaraðgerða", ýmist í lakkskóm eða með sprungna gúmmíbjörgunarbáta. Margt hefur þó batnað verður að viðurkennast, en það er undarlegt að það skuli þurfa að kalla út svo mikinn mannskap sem gæti verið að sinna sérhæfðari störfum. Ekki þá síst þar sem mér skilst að meðlimir björgunarsveitarinnar æfi þessa tegund björgunar með reglulegu millibili.
Og hvað ætlaði slökkviliðið að gera þarna?
Var ekki annars verið að tala um að spara peninga?
Óþörf björgunaraðgerð í Gróttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2009 | 19:14
Hvað með flugvélar?
Hvarflar að lögreglunni að það væri létt verk að fljúga með efnin hingað í einkaflugvélum? Ég skal ekki segja til um nákvæma útfærslu, enda hef ég enga reynslu af fíkniefnainnflutningi, en ég get mér til um að það væri bæði auðvelt að fljúga inn og losa sig við efnin fyrir lendingu eða bara að fljúga í skjóli nætur með efnin og lenda á annars lítið sem ekkert vöktuðum flugvöllum landsins, t.d. við Höfn.
Eru smyglarar kannski bara með pungapróf, ekki flugréttindi :) Mér líður samt eins og að menn sjái stundum ekki skóginn fyrir trjám.
Skútunnar enn leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2009 | 11:18
Rólegir á reiknivélinni
Philips tapar miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)