Hvernig má það vera...

... að húsgagnasmiður sem pólítískt var ráðinn umfram mun hæfari einstaklinga í þetta starf, kemst upp með að fá 20 manns upp á móti sér og standa af sér óveðrið með því að neita staðfast að það sé vandamál innan slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu? 

Er maðurinn í framsókn eða er hann bara friðhelgur gagnvart gagnrýni yfir þriðjungs mannafla slökkviliðsins fyrir austan fjall?

Eru virkilega ekki gerðar meiri kröfur til yfirmanns slökkviliðsins en svo að húsgagnasmiður sem hefur ekki nokkra einustu verkfræðimenntun á bakinu fái að valsa um gefandi eflaust harðduglegum starfsmönnum langt nef, sem flestir vinna starf sitt af heilum hug, sveitarfélagi sínu til sóma.  

Og nú á að ráða inn meira að reynslulausu og óhæfu fólki sem þjálfa á upp frá grunni í stað þess að finna lausn á vandamálinu sem virðist augljóslega vera yfirmanninum að kenna.

Ég bara spyr?!


mbl.is Brunavarnir Árnessýslu svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Frosti
ertu með allar staðreyndir á hreinu eins og fjölda manna, ertu viss um að allir þeir sem eru eftir í liðinu séu óhæfir. Líklega er rétt að ráðið verði inn óreynt lið en hvort það sé óhæft er ég ekki viss um.

Börkur (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:56

2 identicon

Er það virkilega svo að þetta sé allt húsgagnasmiðnum að kenna? Sjaldan veldur einn er tveir deila. Ég ætla nú ekki að verja hvorki slökkviliðsstjórann né starfsmennina sem sögðu upp en mér finnst alltaf skrýtið þegar farið er með innanhússmál fyrir fjölmiðla. Kannski er það bara vitleysa í mér, kannski er þetta ekki innanhússmál? Mér finnst þú ráðast hart gegn slökkviliðsstjóranum og fyndist mér það sama ef þú hefðir orðað þetta sama gegn starfsmönnunum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og ber að vanda málflutning á bloggi. Ég veit ekki neitt um menntamál slökkviliðsstjórans en tel næsta víst að hann hafi meiri menntun en húsgagnasmíðina, flestir bæta við sig þegar þeir takast á við stærri verkefni.

Burkni (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Frosti Heimisson

Nei, misskildu mig ekki.  Ég held að þeir sem eftir eru í liðinu séu allir hæfir nema slökkviliðsstjórinn.  Held hinsvegar að það leiki enginn vafi um að þeir sem ráðnir verða inn eru og verða það þar til þeir hafa verið þjálfaðir og náð í álíka reynslu og þeir sem munu hverfa á braut vegna óhæfs yfirmanns.  Ég er reyndar ekki vel kunnugur þessu slökkviliði en þekki það að vinna í sjálfboðaliðasveit innan um reynslumikið fólk sem hefur sótt sína reynslu í gegnum áranna rás, en ekki úr einhverjum námskeiðum.  Yfirmenn sem ekki standa sig eiga að sjá sóma sinn í að hverfa frá, leiki vafi á hæfni þeirra og stjórnunarhæfileikum. 

Mér leikur meiri forvitni á að vita hvað veldur því að stjórn slökkviliðsins lætur þetta gerast, fórna fjölda manna fyrir peð.

Frosti Heimisson, 12.5.2009 kl. 21:03

4 Smámynd: Frosti Heimisson

Ég hef ekkert persónulegt út á þennan mann að setja, en ég geri mér fyllilega grein fyrir að 20 manns hljóta að hafa eitthvað fyrir sér umfram einn.  Þessi klausa "sjaldan veldur einn þá tveir deila" (sem reyndar er orðrétt í yfirlýsingu frá BÁ) er í senn viðeigandi og óviðeigandi.  Kannski lítur hún öðruvísi út ef hún væri "sjaldan veldur einn þá 20 deila"... en svo virðist samt vera.

Frosti Heimisson, 12.5.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Frosti Heimisson

En ég er þeirrar skoðunar, byggðri á því sem ég hef heyrt, að þessi maður var ráðinn umfram marga hæfari og það verður að teljast afar ósennilegt að húsgagnasmíði sé ekki æskilegasta menntunin fyrir slökkviliðsstjórastarf.

Frosti Heimisson, 12.5.2009 kl. 21:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmm mér sýnist að þú hafir ekki nægilega þekkingu til að setjast í dómarasætið í þessu máli!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Frosti Heimisson

Sannfærðu mig.

Frosti Heimisson, 12.5.2009 kl. 21:16

8 Smámynd: Frosti Heimisson

Ert þú ekki annars þeirrar skoðunar Hrönn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt að víkja frá vegna vanhæfni í starfi og að krafa þjóðarinnar (meirihlutans) hafi verið að svo yrði?  Ég held að þetta snúist um sama hlutinn.

Frosti Heimisson, 12.5.2009 kl. 21:20

9 identicon

Mér sýnist þetta anga af pólitík. Ég hef heyrt það. Mér finnst Eggert ekki eiga að sitja ef hann getur ekki leyst innanhúsmál sjálfur. Hvort sem þessir slökkviliðsmenn hætta eða ekki.

Freyr (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:33

10 Smámynd: Frosti Heimisson

Held nú reyndar að slökkviliðsstjórinn sem um ræðir heiti Grímur.

Frosti Heimisson, 12.5.2009 kl. 21:36

11 identicon

Já fyrirgefðu, hér var á árum áður stjóri sem hét Eggert.  En skoðunin er engu að síðu sú sama og Eggerti ótengt. Hann átti sér enga óvini svo ég viti.

Freyr (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:38

12 identicon

Ég held að þið ættuð að kynna ykkur málið betur. Slökkviliðsstjórinn heitir hvorki Eggert né Grímur heldur heitir hann Kristján Einarsson(stjáni babú). 

Sigurður (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:12

13 Smámynd: Frosti Heimisson

Já, reyndar :)  En þetta undirstrikar vonandi það að ég hef enga persónulega skoðun á stjóranum sjálfum, en mér leikur enn forvitni á að vita hversvegna þessi maður á að fá að vera valdur þess að 20 hæfir einstaklingar hætti störfum en hann situr áfram og enginn segir neitt?!  Er þetta bara hin klassíska íslenska friðhelgi sem yfirmenn virðast fá þar til allt er komið í kalda kol?

Frosti Heimisson, 12.5.2009 kl. 22:25

14 identicon

Betra er að vita nafn þess er deilt er um.Vanda sig næst,muna nöfn.

Númi (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:05

15 identicon

Svona mál hafa komið upp oftar en einu sinni td á Akureyri þar sem menn töluðu ekki saman og tóm leiðindi,mitt mat er að slökkvuliðsstjóranum eigi að víkja það getur ekki verið eðlilegt að sénsar séu teknir hvort málin lagist við ráðningu nýrra manna í liðið reinsla sem verið er að fórna fyrir einn mann er ekki ásættanleg

Gobbi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:04

16 identicon

Frosti þú ert sannarlega típískur moggabloggari sem ert gjörsamlega að tala út úr rassgatinu á þér. Þú hefur sannarlega ekki hugmynd um þetta mál, veist ekki einu sinni nafnið á stjóranum og ferð eftir fréttaflutning sl. daga sem hefr verið í formi yfirlýsinga þessara óánægðu slökkuliðsmanna.

Það sem fjölmiðlar ættu kannski að aulast til að spyrja út í er hverjar þessar ástæður uppsagnar ættu að vera??? Það hefur aldrei komið almennilega fram....og þeir eiga í töluverðu basli held ég með að svara.Sérstaklega þar sem allir yfirmenn þeirra, landsamband slökkuliðsmanna eða hvað sem er hefur ekki séð ástæðu til að verða við þeirra kröfum....því tala þeir í fjölmiðlum!?

Menntun hefur aldrei verið ábótavant í þessu máli svo ég viti og aldrei verið neitt issue (hvar stóð það?), að tala um að ráðningin sé pólitísk og hann hangi ennþá inni vegna þess  að hann var í framsókn er bara heimska og hreint ekki rétt...en þessar kröfur lykta margar hverjar af einmitt heimsku, frekju og yfirgangi.

Ekki svo ósvipað mál kom upp minnir mig á Suðurnesjum þar sem slökkuliðsmenn náði að svæla burt stjórann sinn....sem seinna kom í ljós að hefði ekkert gert af sér (annað mál samt).

Svo eru þetta 15 manns ef ég skil þetta rétt (ekki 20), 2 af þeim eru að flytja út held ég, aðrir hafa verið misvirkir og rest öflug sem verður þá bara að endurnýja.

Einsi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 01:29

17 identicon

Sæll Einsi, eflaust er pabbi þinn ágætis maður en hann er óhæfur stjórnandi ef hann getur ekki haldið saman slökkviliði það

 er nokkuð ljóst þeim sem hugsa með öðru en r-gatinu, heldur þú að  þessir menn sem eru búnir að starfa í þessu liði og ætluðu sér svo sannarlega áfram séu að hætta að gamni sínu?

EyjólfurÞ.Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 08:20

18 Smámynd: Frosti Heimisson

Rétt er það Einsi að ég er moggabloggari, enda blogga ég á moggablogginu.  Kann svosum ekki að tala með rassgatinu á mér, en ég á erfitt með að skilja hvernig þá 15 manns geta haft svo rangt fyrir sér.  Eflaust er þessi stjóri ágætis persóna en það skín í gegn um málið að hann kann ekki að stjórna liði.  Það held ég að sé mergurinn málsins.

Þú minnist reyndar á að menntun hafi aldrei verið ábótavant.  Ég hef kynnt mér málið og veit til þess að þegar sótt var um voru mun hæfari einstaklingar menntunarlega séð á listanum.  Þannig var þó á þeim tíma að reglur um ráðningar hvað það varðaði voru ekki eins kröfuharðar.  Undarlega var þessi ráðning framkvæmd örstuttu fyrir breytingu þessara reglna.  Ekki skal ég segja um hvort þetta hafi verið tilviljun, en um það verður hver að dæma fyrir sig.

Svo tek ég að lokum undir orð þess sem á undan mér ritar, en veltir fyrir sér hvort þessi umræddi stjóri haldi að menn séu að hætta að gamni sínu.  Held að það sé mikið til í þeirri vangaveltu.

Frosti Heimisson, 13.5.2009 kl. 09:43

19 Smámynd: Frosti Heimisson

... og hvað áttu við með að 13 hafi verið misvirkir og rest öflug?  Geturðu útskýrt nánar?

Frosti Heimisson, 13.5.2009 kl. 09:44

20 identicon

Til að taka af allan vafa, þá er meirihluti þessa hóps þeir menn sem hafa verið virkastir í liðinu undanfarin misseri.

Ef þessir menn eru einskis virði í augum stjórnenda þá ættu þeir (stjórnendurnir) að finna sér einhvað annað að gera en vinna við stjórnsýslu mál.  

Þetta mál er að verða mesta hneykslið í sögu þessara sveitarfélaga og ekki til þess fallið að laða fólk hér að.

Guðmar (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband