Enn ein ástæða Reykjavíkurflugvallar

Fjölmargar lendingar á Reykjavíkurflugvelli á veturna hafa þegar sannað mikilvægi legu vallarins og nú þessi þokudagur.  Öllu verra fyrir farþegagreyin að þurfa að dúsa í vélinni og fljúga svo aftur til KEF til þess eins að aka aftur til baka.  En þar er reyndar fríhöfnin :)
mbl.is Lentu í Reykjavík vegna þoku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hér á Hólmsheiði var líka þoka núna í morgun þannig að ef við hefðum ekki flugvöllinn í Vatnsmýrinni hefðu vélarnar þurft að lenda á Akureyri. Flugmönnum ber einróma saman um að Reykjavíkurflugvöllur er á besta stað enda vissu Bretarnir hvað þeir voru að gera hér í den. Það er mjög oft þoka á Hólmsheiði þar sem hún stendur frekar hátt.

anna (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Frosti Heimisson

Hólmsheiði er bara draumsýn verkfræðinga.  Þeir sem hafa skoðað veðurgögn og flogið í kringum heiðina í gegnum tíðina vita að þar er engin glóra í að setja niður millilandaflugvöll (fyrir utan vatnsverndarsvæðið sem undir liggur).  Þú hittir naglann á höfuðið að bretarnir skelltu vellinum ekkert niður hérna upp á grínið.  Þetta er búið að margsanna sig.  Keflavíkurflugvöllur er án efa versta gjöf sem við höfum fengið... þeir hefðu betur lengt brautirnar út í sjó hér í RVK.

Frosti Heimisson, 5.8.2010 kl. 09:33

3 identicon

Þetta eru ekki fjölmargar lendingar á vetri, örfáar á vetri og þetta þokudæmi í morgun... Þetta voru 4 vélar, hvað ætli margar vélar lendi svo í dag í Keflavik? Í hvert einsta skipti sem vél þarf að hverfa frá í Keflavík er það blásið big time upp af fjölmiðlum og einhverjum gufum sem vilja halda í Reykjavíkurflugvöll. Það kom nú upp í vetur að það var ekki hægt að lenda í kef og ekki í rvk þannig að það var lent á Egilstöðum. Er ekki bara best að leggja keflavík niður og færa millilandaflugið þangað. Þið eruð bara heimskir. Það á bara að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, færa innanlandsflugið til kef, leggja lest ril rvk og gera Egilstaði og Akureyri að varavöllum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 10:32

4 identicon

Kæri nafni

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að með því að færa innanlandsflugið til Keflavíkur þá værir þú að kippa undan því stoðunum, það myndi einfaldlega ekki bera sig lengur. Tökum Akureyri, vinsælasta áfangastaðinn innanlands sem dæmi:

Það eru 382 km frá Reykjavík til Akureyrar, tekur mig 4 klst og 20 mín að keyra miðað við 90 km/klst. Ef ég vel að fljúga tekur það mig í heildina 90 mínútur (mæting 30 mín fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli, flugið er 45 mínútur og svo 15 mínútur að sækja töskur og koma sér inn á Akureyri).

Ef hins vegar flugið verður fært til Keflavíkur erum við að tala um allt öðruvísi tímaramma. Það tekur 30 mínútur að keyra frá Reykjavík til Keflavíkur. Það má gera ráð fyrir að farþegar þyrftu að vera komnir klukkutíma fyrir brottför til Keflavíkur þar sem um er að ræða stærri flugvöll. Þá er ekki ólíklegt að flug frá Keflavík til Akureyrar taki 55 mínútur og svo eru það 15 mínúturnar fyrir norðan. Nú erum við komin upp í tæpa þrjá tíma á móti rúmum fjórum við að keyra. Það er því nokkuð ljóst að aukinn kostnaður við að fljúga er of mikill til að menn kjósi ekki bara að keyra norður.

Hugsaðu aðeins áður en þú setur fram svona fullyrðingar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband