1.5.2009 | 18:11
Með ólíkindum
Mér þykir með ólíkindum að þetta skuli gerast aftur og aftur. Á Seltjarnarnesi hefur Björgunarsveitin Ársæll glæsilegt aðsetur og viðbragðstími þeirra er og hefur alltaf verið mun skemmri en lögreglu og slökkviliðs hvað þessi útköll snertir. Að auki hefur það oftar en ekki verið lögreglunni til skammar hve illa þeir hafa komið búnir til slíkra "björgunaraðgerða", ýmist í lakkskóm eða með sprungna gúmmíbjörgunarbáta. Margt hefur þó batnað verður að viðurkennast, en það er undarlegt að það skuli þurfa að kalla út svo mikinn mannskap sem gæti verið að sinna sérhæfðari störfum. Ekki þá síst þar sem mér skilst að meðlimir björgunarsveitarinnar æfi þessa tegund björgunar með reglulegu millibili.
Og hvað ætlaði slökkviliðið að gera þarna?
Var ekki annars verið að tala um að spara peninga?
Óþörf björgunaraðgerð í Gróttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Björgun? Það var engin þörf á að aðstoða þetta fólk. Þau voru bara að bíða eftir næstu fjöru...
Hystería á hæsta stigi.
Nú þegar allir eru með síma í vasanum þá hringir fólk væntanlega og biður um að verða skutlað í land ef eitthvað er raunverulega að.
Róa sig aðeins.
Baldvin Björgvinsson, 1.5.2009 kl. 19:44
Hehe, já fyrir utan það. Ég átti nú við havaríið sem fylgdi þessu. Ég hef lengi haft þá skoðun að björgunarsveitin (Ársæll í þessu tilfelli) eigi að eiga eitt "jetski" til að leysa þessi vandamál. Það er nú ekki langt að fara.
Frosti Heimisson, 2.5.2009 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.