19.4.2009 | 19:14
Hvað með flugvélar?
Hvarflar að lögreglunni að það væri létt verk að fljúga með efnin hingað í einkaflugvélum? Ég skal ekki segja til um nákvæma útfærslu, enda hef ég enga reynslu af fíkniefnainnflutningi, en ég get mér til um að það væri bæði auðvelt að fljúga inn og losa sig við efnin fyrir lendingu eða bara að fljúga í skjóli nætur með efnin og lenda á annars lítið sem ekkert vöktuðum flugvöllum landsins, t.d. við Höfn.
Eru smyglarar kannski bara með pungapróf, ekki flugréttindi :) Mér líður samt eins og að menn sjái stundum ekki skóginn fyrir trjám.
Skútunnar enn leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við skulum þá vona að Varnarmálastofnun með sín frumratsjárgögn sé að standa sig í stykkinu :)
Karl (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 19:21
Áhugavert, en ég meina væru menn ekki að eyða meiru í flutninginn en svaraði kostnaði? Ég hef enga þekkingu á þessu en ég get mér til þess að flug frá meginlandi Evrópu sé frekar dýrt.
Og svo er það spurningin með hinn endann, er ekki eitthvað eftirlit með flugvélum sem eru að fara frá löndum? Hvort að erfiðleikinn sé að koma nægilega miklu magni um borð svo að það svari kostnaðinum fyrir þessari leið? Og hvort að þetta sé ekki allt vaktað af flugumferðarstjórn eða eitthvað? Ég veit það ekki, kannski er þetta í fullum praktis eða eitthvað er ekki að ganga upp við þessa nálgun. Eða kannski ná þeir aldrei prófunum fyrir einkaflugmanninum svona uppdópaðir ;)
Skaz, 19.4.2009 kl. 19:22
Usssum-suss félagi Förum nú ekki að ýfa upp svona lagað. Kannski förum við þá að lenda í fíknó-tékkum í háloftunum....
Flugkveðja,
Guðni
gudni.is, 19.4.2009 kl. 19:27
Hehe... já það er kannski bara lag að þegja :) - annars held ég að ég myndi nú ekki treysta mér yfir hafið á fisinu, en þær eru ófáar ferjuflugvélarnar sem hér hafa viðkomu hér á landi. Góð pæling hvort menn séu bara of dópaðir til að ná prófinu :)
Annars er þetta kannski bara góð hugmynd þar sem VG ætla hvort eð er að loka varnarmálaskrifstofunni og líklega verður þeim jafn sama um ratsjárgögn og eftirlit með landhelginni.
Frosti Heimisson, 19.4.2009 kl. 19:38
Heheh já kannski Annars langar mér ekkert til þess að fljúga yfir Atlantshafið á einshreyfils einkaflugvél. Ég er ekki nógu klikkaður til þess þó svo ég sé örlítið klikkaður.
gudni.is, 20.4.2009 kl. 08:34
Guð einn veit hverju þú myndir taka upp á ef þú værir á þessum efnum
Frosti Heimisson, 20.4.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.