16.2.2009 | 12:42
Flugmenn og freyjur...
Hvað er þetta með flugstjóra sem kynna sig? Ég er ekkert viss um að það hjálpi neitt að vita að Stefan Konráðsson sitji við stýrið... nú hvað þá að honum til aðstoðar sé Herbert Þráinsson flugmaður. Þetta er vissulega voða virðulegt... en fyrir hvern er þetta gert?! Svo kemur flugfreyjan í radíóið og tilkynnir hátíðlega að menn verði að fara í röð ef vélin brotlendir, blása í vestin o.s.frv. en byrjar þetta allt á að tilkynna að hún heiti Geirþrúður Sörensen og sé yfirflugfreyja um borð í ferðinni. Jahá... það var nú gott að vita.
Semsagt... það minnisstæðasta úr ferð minni til Köben í morgun var að nafngreindir voru þrír einstaklingar sem komu mér heilum yfir Atlantshafið. Ég get ekki beðið eftir að fá að vita hverjir það verða hjá Spainair sem koma mér yfir til Barcelona eftir 40 mínútur! Sendi ykkur skýrslu!
Athugasemdir
HEFURÐU FLOGIÐ MEÐ SNPIGNUFFGKOR KTFGPRFRESTKOFF? þAÐ SKIPTI MIG MJÖG RÓANDI MÁLI AÐ ÞAÐ VAR AKKURAT HÚN SEM FLAUG VÉLINNI SI'AST EN EKKI EINHVER SULLENBERGER T.D.
MUMMI (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.