13.2.2009 | 11:51
90kg múrinn rofinn (í rétta átt)
Jæja, sá 89,9kg á vigtinni góðu í WorldClass í morgun. Það þýðir að 7,8 kg. eru horfin síðan 2. janúar s.l. 7.8 kg. eru slatti satt best að segja. Það eru 10 lítrar af bensíni, sem er um klst. aukaflugtími á fisvélinni minni (fróðleikspunktur dagsins: Bensín er 25% eðlisléttara en vatn).
Á þyngdarþróunarritinu hér til hliðar má glögglega sjá hve fljótt það hefur áhrif að breyta einungis mataræðinu og hreyfa sig daglega. Ég ætla ekki að halda einhvern klappfyrirlestur um þetta og trúið mér að mér finnst ennþá bölvanlegt að sleppa stöku sælgætisstykki hér og þar, minnka bjór- og gosdrykkju, en árangurinn lætur ekki á sér standa. Og ég ætla heldur ekki að segja að mér líði eins og nýslegnum túskildingi (hvernig sem þeim líður annars almennt) en mér líður a.m.k. ekki verr en fyrir átakið og líklega er ég að gera líkamanum gott með þessu öllu saman og þ.a.l. er markmiðinu náð. Reyndar er markmiðið að ná niður fyrir 80 kg. á 3 mánuðum (rúmlega 1 búinn), og því er besta mál að auka pressuna aðeins með því að tilkynna það hér.
Jæja... ég er farinn að hljóma eins og Jónína Ben með rasskolsboðskapinn sinn... farinn að vinna!
Athugasemdir
Já þekki þetta, ég er sjálf 424 kg núna, er að reyna vera bara í 400.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:05
Drekka minna af eigin birgðum... skipta yfir í léttmjólk!
Frosti Heimisson, 13.2.2009 kl. 13:06
hA? SKIL EKKI UMRÆÐUNA.
MUMMI (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.