3.12.2008 | 09:18
Rannsóknarblaðamennska
Það er eins gott að þeir fækki ekki á fréttastofu Morgunblaðsins. Greinilegt að þar er fólk að vinna fyrir kaupinu sínu!
Spurningin er kannski helst þessi; Hver fékk þetta verkefni í morgun?
Sé fyrir mér svona hávaðasama fréttastofu eins og í bíómyndunum, með hringjandi símum og vindilreykjandi, ofsastressuðum, sveittum og sköllóttum fréttastjóra, gargandi yfir hópinn; "Hvar er fréttin um Bankok?!, hver er með fréttina um gallaða gjaldeyrisfrumvarpið?" o.s.frv. Svo vindur hann sér ofursnöggt að stjörnufréttamanni blaðsins, hallar sér fram á borðið, horfir örstutt í kringum sig og segir: "Jón, ég þarf að treysta þér fyrir mjög mikilvægri frétt sem ég var að fá nafnlausa vísbendingu um." Jón horfir stíft í augun á fréttastjóranum og sjá má svitaperlurnar spretta fram á enni hans. "Ég á bágt með að trúa þessu Jón, en þeir hjá AFA JCDecaux eru að pæla í að fella niður 10 króna gjaldið á almenningsklósettin í borginni til reynslu í nóvember! Þú verður að finna út hvað veldur þessu, þetta getur ekki átt sér eðlilegar skýringar í þessu árferði!". Jón, sem ætlar sér ekki að bregðast yfirmanni sínum í dag frekar en fyrri daginn svarar snarlega "Rægt avei tsjíff!" og það næsta sem við sjáum er í bakið á rykfrakkanum um leið og Jón hverfur út í drungalegt morgunmistrið með penna og skrifblokk að vopni. Hvert ætli næsta fréttaefni verði? Bíðum spennt!
Notkun sjálfvirkra salerna eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landi, 3.12.2008 kl. 10:04
Góður
Anna Guðný , 3.12.2008 kl. 11:57
hehe....veistu þú gætir auðveldlega skrifað bók, algjör penni ;)
Rakel (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:31
Rakel bara á undan mér að segja þetta.Og hef sagt það áður.Bókina takk!
Mummi senior (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.