Kreppuþróunin... eða bara lélegur bissness?

koka219_740683.jpgFór í 10-11 í dag til að redda suðusúkkulaði handa frúnni þar sem hún var í óða önn við að baka jólasmákökur.  Ég hef oft haft á orði hvað sú verslun er fáránlega dýr en ég held að það sem blasti við mér í dag hafi toppað skalann.  Jú, eins og ég hef áður nefnt, þá kostaði bjór í vínbúð minna en 1/2 l. af Coke í 10-11 þegar hún var á 195 en í dag kostar þessi flaska 215 kr.  Gosflaskan er meira og minna öll framleidd hér heima og það litla sem þarf að kaupa að er sykur og bragðefni og ber líklega nálægt 10% af framleiðslukostnaði.  Já, þetta er eins og með þá sem fara á bensínstöðina á Ártúnshöðfa, bölva lítraverði af bensíni, en kaupa svo 1/2 líter af kolsýrðu vatni sem framleitt er 15 metrum ofar í götunni á 175 kr.  1/2 líter af bensíni sem framleitt er hinum megin á hnettinum, flutt með skipum norður í Atlantshaf, ekið á bílum að þessum mannvirkjum sem kosta gott meira en hornsjoppa á Grettisgötu, dælt í gegnum hátæknibúnar bensíndælur og knýja að lokum áfram bifreiðar og önnur ökutæki, kostar um 75 kr.  100 krónum minna en vatnsflaskan sem viðkomandi keypti án athugasemda.

Því spyr ég hvort dæmið snúist um kreppu eða lélegan bissness.  Ég man þá tíma þegar Eiríkur átti og rak 10-11 búðirnar en þá voru biðraðir við alla kassa, verslanirnar voru ódýrari en Bónus í verðum og kepptu á samkeppnismarkaði.  Þá var gaman að versla í 10-11.  Núna er oftast 1 manneskja við vinnu, tyggjósmjattandi með skítugt hár og lesandi DV á kassanum.  Eitthvað sem Eiríkur hefði ekki sætt sig við.  Ég efast um að það dugi að skrúfa upp verðið nema ákveðið lengi og fyrir minn smekk var markinu náð nú þegar 1/2 líter af kók náði 200 kr. markinu. 

Hingað og ekki lengra.  Ég færi minn bissness annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegir þankar um verðmyndun.

Mummi senior (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband