Ég er milljóner...

Fékk tölvupóst um daginn sem mun binda enda á öll mín vandamál.  Ég var nefnilega svo heppinn að vera dreginn út úr netfangapotti og vann fyrir það 900.000 evrur... geri aðrir betur.  Eins og evran er núna jafngildir þetta ca. 130 milljónum kr.  Við Eva erum búin að panta tvo glænýja Bensa og frúin pantaði dekur ferð í karabíska hafið á netinu í gær.  Hvað við erum heppin!

Líklega hafa fleiri en við fengið svona pósta en fáir fallið fyrir.  Ég ræddi reyndar við mann hjá lögreglunni nýverið sem sagði mér að það væri ótrúlegur fjöldi fólks sem hefði tilkynnt að þeir hefðu tapað peningum í samskiptum við svona glæpamenn.  Ekki trúði ég því eitt augnablik að Íslendingar væru svo vitlausir.

Nú til hafa gaman af þessu ákvað ég að taka þátt í vitleysunni og sjá hvað ég kæmist langt með málið án þess að tapa fjárhagslega á því.  Til að leyfa ykkur að fylgjast með ætla ég næstu daga að birta bréfaskrif mín við Lotterísfólkið hér á blogginu mínu.

Byrjum á bréfinu sem ég fékk frá hinni strangheiðarlegu Alice van Groote í umboði Hr. Bob Bongers:

Dear. Sir/Madam,

We are pleased to inform you that your email address has won 980,000:00 Euro (Nine Hundred and Eighty Thousand Euro Only) in the Netherlands Luckyday lottery Sweepstakes promotional program, conducted on the 10th day of September 2008, sponsored by consortium of software promotion companies.

For more informations/procedure of your winning claim, you are advice to contact our processing department with the contact information below, provide them with your winning details below.
 
Bob Bongers (Mr).
Lottery Processing Dept.
Tel:  +31 619857945
Fax:  +31 847512664
Email: contactmrbongers@gmail.com

Your Winning Details.

Ref No: ########
Batch No: 864/0579JQ.
E-Ticket No: ZUK-7778-730-706
Serial No: #####

NOTE: Please be warned, your winning and its entire information are to be kept strictly confidential, this is to avoid previous bad experience this program has suffered, such as abuse of this program by other internet user who use the name of this company for unscrupulous activities and double claiming of winning entitlement because of insecurity of winning information on the part of beneficiaries. Always call to ensure you are dealing with the right office.

Sincerely,

Mrs. Alice van Groote
Sweepstakes Coordinator.

Visit our website at:  http://www.luckyday.nl Lotto is een onderdeel van De Lotto. Copyright(c) 2008 by De Lotto, the Netherlands. 

 

Ég svaraði bréfinu auðvitað hið snarasta (enda 900.000 evrum ríkari) með þessu:

Dear sirs.

I won the lottery or so it seems!!! What do I do next?

Your Winning Details.
Ref No: ###
Batch No: 864/0579JQ.
E-Ticket No: ZUK-7778-730-706
Serial No: ###

Best regards,

Funi

Ég bíð spenntur eftir svari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hæ, ég fékk eitthvað svona bréf í morgun á mailið, ég henti því án þess að lesa það, tek ekki mark á svona.

Kannski sem betur fer, vil ekki tapa peningum.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Frosti Heimisson

Já í Guðanna bænum ekki.  Ég er bara að tala um þetta til að lýsa fáránleikanum.  Það er enginn að fara að gefa peninga né nokkurn skapaðan hlut nema að það sé sérstaklega tekið þátt í slíku.  Það er næsta víst.

Frosti Heimisson, 24.9.2008 kl. 17:51

3 identicon

Ég sé að þú ætlar að skilja 80000 evrur eftir af vinningnum, má ég eiga afganginn ?? ;)

Eggert (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband