5.9.2008 | 21:37
Ég er í lagi!
... eða öllu heldur flugvélin mín. En, þar með talið ég! Ég er líka búinn að fljúga síðan... hehe... nánast má segja. Nú er hún heil og ég nýt þess. Þessi færsla er náttúrulega ætluð flugvinum mínum sem vilja vita statusinn á vélinni minni.
Annars fór ég í flug í dag, flögraði um allt, Sandskeið, Grund, Kjalarnes... og endaði á Tungubökkum. Hitti Guðna vin minn og fór með hann í loftið og honum líkaði vel. Sem er í kontrast við það sem aðrir hafa sagt og vélinni hafa flogið - ekki slæmt að eiga svo fína vél.
Jæja, flug um helgina, engin spurning - þeir sem vilja þurfa bara að hafa samband ;)
Athugasemdir
Úff, veistu ég fæ svona nett í magann bara að lesa þessi skrif þín. Ekki flughrædd svona venjulega en lofthrædd, maður minn. Alveg skelfilega. Bjó einu sinni á þriðju hæð í blokk og það tók mig 2-3 vikur að þora að horfa yfir handriðið á svölunum. Svona verð ég líka í flugi ef ég sé of mikið.
Góða skemmtun í fluginu.
Anna Guðný , 5.9.2008 kl. 23:12
Bestu þakkir vinur minn fyrir flugrúntinn með þér á föstudaginn. Það var reglulega gaman að fá að prófa fínu græjuna þína. Og ég verð að segja það að græjan kom mér helling á óvart. Virkilega skemmtileg og þægileg að fljúga. Og bar meira að segja okkur báða hlunkanna með stæl...
Ég er búinn að heyra svo margar konur tala um hvað flugvélin þín sé krúttleg og dömuleg að ég var kannski búinn að stimpla hana sem "Barbie-flugvél" í kollinum á mér, en nú er sá stimpill horfinn...
Flugkveðja, Guðni
gudni.is, 8.9.2008 kl. 16:54
Hehe... dömuleg er hún líklega en hún kemur á óvart já eins og þú segir. Við erum náttúrulega ekki nema tæp 70 kg. hver ... ehrrmm.. er það ekki? ;)
Annars er það með okkur Guðni að við erum bara ekki í réttri kjörhæð... kjörþyngdin er alveg í lagi.
Frosti Heimisson, 9.9.2008 kl. 22:59
Anna, þú þarft bara að prófa þetta. Þetta er frelsi ef eitthvað er það. Áttaðu þig á því að flughræðsla og lofthræðsla eru tvær ólíkar fóbíur. Það að finna til lofthræðslu krefst þess að þú sért jarðbundin á einhvern hátt. Flughræðsla snýst miklu meira um innilokunarkennd og hræðslu við þá þætti sem upp geta komið. Ekkert að óttast hvað hæðina varðar - í flugi er meiri hæð betri en minni ;)
Frosti Heimisson, 9.9.2008 kl. 23:01
Heheh... Rétt hjá þér Frosti þetta með kjörhæðina.... Ég á eftir að nota þetta einhverntíman! Ætli við séum ekki svona rétt um 0,1 tonn að þyngd hvor um sig
gudni.is, 9.9.2008 kl. 23:05
Nei sjáðu til... ég reikna þetta eins og bensínið. Og eins og þú veist þá er bensínið 25% léttara en t.d. diesel. Þannig reiknast ég um 70kg fyrir flug.
Frosti Heimisson, 10.9.2008 kl. 09:26
Heheh
gudni.is, 10.9.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.