Krafa borgarbúa (og landsbyggðarinnar)

Það er augljóst að vilji kjósenda skv. könnunum er að hafa völlinn áfram í Reykjavík og það í Vatnsmýrinni.  Þetta kom bersýnilega í ljós í síðustu könnun sem framkvæmd var og þó var reynt að halda hana á meðan flugdagur stóð yfir á Reykjavíkurflugvelli.  Þrátt fyrir þá tilraun voru yfir 60% borgarbúa fylgjandi áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri.  Og tæp 90% landsbyggðarfólks sem ég tel að hafi a.m.k. jafn mikinn rétt á að kjósa um þetta málefni ef ekki meiri vilja hafa völlinn áfram!  Þarfnast þetta frekari sönnunar? 

Sem fyrr kasta ég svo þeirri spurningu til þeirra sem vilja kjósa völlinn burt;  Hvað ef Sandgerðisbúar myndu nú ákveða að Keflavíkurflugvöllur væri fyrir verðmætu byggingarlandi?  Hver ræður för?


mbl.is Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband