Hvenær er nóg nóg?

Mér varð hugsað til þess fyrir skömmu hvað heimurinn var einfaldur þegar maður var yngri.  Þá var ekkert stress.  Maður fór bara út þegar morgunverðurinn hafði runnið ljúflega niður (eldaður og framreiddur af mömmu á hóteil Heima) og svo kom maður bara heim þegar sú gamla hafði öskrað úr sér lungu og vélinda að það væri komið að kvöldverði.  Þá fannst manni líka fyndið að hlusta á Strumpaplötu Ladda og skipta út strumpi fyrir prump.  Ótrúlega var maður nægjusamur.

Og svo lifir maður á tækniöld framfaranna... og stressins Pouty.  Maður þarf að vera í sambandi allsstaðar... nánast í jarðarförum og kistulagningum.  Maður þarf náttúrulega að eiga bíl, helst tvo, og svo allskonar fullorðinsdót, fjórhjól, vélsleða og flugvél auðvitað. Svo er það iPod, Sodastream, ígildi kaffihúss (sem malar baunirnar og sýður vatnið)... já jafnvel þótt maður drekki ekki einu sinni kaffi.  Fágaður húmor verður aðeins sóttur í leikhús eða á háupplausnar mynddiskum og maður fer ekki út að skemmta sér nema að kaupa drykki og veitingar sem verðlagðar eru á svipaðan hátt og gullstangir Seðlabankans.  Helgarnar eru svo kærkomnar til að slappa af... þ.e.a.s. að halda úti stöðugri dagskrá fyrir fjölskylduna, sinna eigin áhugmálum og þeirra, stunda félagslífið af krafti og heimsækja vini og kunningja.  Dauðreyttur á sunnudegi og hreinlega feginn að komast í vinnurútínuna (hún klikkar þó ekkert).  Þessu svolgrar maður svo í sig ásamt hæfilegum skammti af höfuðverkjapillum og blóðþrýstingslyfjum.

Og svo beið maður með eftirvæntingu að verða fullorðin?! Er ekki tilveran dásamleg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband