Áfram um flugvöllinn...

Gísli Marteinn bloggar í dag um að meirihlutinn sé næstum allur fastur á þeirri skoðun að flugvöllurinn skuli víkja fyrir byggð og virðist ætla að halda fyrir eyru og augu og neita að hlusta á málefnalegar röksemdafærslur fyrir því hvers vegna völlurinn skuli verða áfram í borginni.  Þar áréttar hann að meirihlutinn sé þessarar skoðunar og ég verð persónulega að segja að pólitískara "harakiri" finnst líklega ekki, og þótt víða væri leitað.  Það virðist sem svo að núverandi meirihluti ætli hreinlega að fremja þetta sjálfsmorð án þess að hugsa út í afleiðingarnar.  Það er ljóst að rúmlega 60% borgarbúa vilja völlin áfram þar sem hann er og mun fleiri landsbyggðarbúar (yfir 80%) eru þessum 60% sammála. 

Því spyr ég hvort það verði stefna þeirra að gera kannanir hér eftir og ganga þvert á niðurstöður þeirra?  Og ég sem á að heita helblár sjálfstæðismaður?!  Fleiri og fleiri sjálfstæðismenn hóta því nú að hætta að styðja borgarstjórnarflokkinn og þessu fólki virðist vera nákvæmlega sama.  Merkilegt nokk! Verði fast staðið við þessi ummæli mun ég (og vitandi af mun fleirum) kjósta eitthvað annað (erfitt val þó) í næstu borgarstjórnarkosningum.

Ég legg hér með til að Geir Haarde taki við taumunum og lögfesti þennan völl í Vatnsmýri fyrir hagsmuni landsmanna en ekki óhæfra borgarfulltrúa, hvort sem er vinstri, hægri, snar eða klikk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Hér er áskorun til þín Frosti og allra þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði áfram. Þá meina ég ekki "af því bara" heldur vegna þess að þið eruð búnir að skoða málið, hafið reynslu af að nota völlinn og færið alvöru rök fyrir málinu. Ég sem Akureyringur sem hefur notað völlinn óteljandi oft í gegnum tíðina, bæði sjálf til að fljúga hér á milli  og eins til að taka á móti óteljandi fjölda gesta  sem hafa komið hingað af nær jafmörgum ástæðum. Ekki endilega til að heimsækja mig persónulega, heldur bæinn.

Það væri alveg frábært að einhver ykkar myndi stofna bloggsíðu, hér á mbl. t.d. þar sem þið mynduð setja inn ykkar skoðanir og við hin sem höfum notað þjónustuna gætum komið inn með athugasemdir.

Hvernig líst þér á þetta?

Hafðu góðan dag.

Anna Guðný , 27.8.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Frosti Heimisson

Sæl Anna og takk fyrir áhugaverða ábendingu.  Þetta er vissulega eitthvað sem þyrfti að koma á laggirnar og ég skal ánægður taka það verkefni að mér að safna sama áhugsömum hópi manna og kvenna auðvitað sem hafa skoðanir og meiningar sem vert er að koma á framfæri við borgaryfirvöld.  Ég legg til að 3V (VatnsmýrarVallarVinir) verði að veruleika og láti í sér heyra! 

Málið telst því hér og nú vera komið í nefnd (og þú fyrsti stuðningsmaður).  

Frosti Heimisson, 27.8.2008 kl. 15:33

3 Smámynd: Anna Guðný

Frábært líst vel á þetta. Er mér sannur heiður af því að vera  stuðningsmaður nr. 1.

Anna Guðný , 27.8.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband