20.8.2008 | 09:53
Bjór eða kók
Það hlaut að koma að því að bjór yrði ódýr á Íslandi. Vissuð þið að 1/2 líter af Coke í 10-11 Austurstræti kostar 195 kr. en 1/2 líter af Lager (bjór) í Vínbúðinni nokkrum metrum frá kostar 182 kr. Þetta er náttúrulega ekki heilbrigt en yfirleitt kaupi ég svona flöskur í Bónus á vel undir 100 kr. Ég veit ekki hvað réttlætir svona verðlagningu en ég get fullyrt að nú sé tími "Kaupmannsins á horninu" kominn á ný því ég get ekki ímyndað mér annað en að honum yrði tekið fagnandi ef hann byði þó ekki væri nema sama verð og þessir glæpamenn.
Hitt sem ég verð að spyrja um; Hvað er þetta með Ísland og blæjubíla? Sá tvo í morgun á leiðinni í vinnuna í 11°C hita með galopna blæjuna í dúnúlpu. Ég er farinn að hallast að því að það verði fljótlega hægt að opna svona strandverslun í Lækjargötunni, svona spænska með vindsængum og sandölum. Menn sætu svo í fjörunni við Ægissíðuna í flotvinnugöllum og mokuðu svartan sand innan um skólpið, í sandölunum... svona bara fyrir lúkkið.
Athugasemdir
Já þessi verðlagning er auðvitað skrítin, en ég get sagt þér að litlir söluturnar geta keypt gosið ódýrara í Bónus heldur en frá Ölgerðinni eða Vífilfelli og ef svo er þá er eitthvað skrítið í gangi.
Valur Stefánsson, 28.8.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.