14.7.2008 | 11:30
Af því að þú nefndir Val!
Tengdapabbi kommentaði á síðusu færslu og sagði hvað fótbolti væri nú spennandi og nefndi nátturulega Val í því samhengi. Ekkert lið er betra að hans mati en Valur (á Íslandi þ.e.a.s.) og Liverpool (annarsstaðar). Ég kannaði því málið og ákvað að hlusta á leik Breiðabliks og Vals í lýsingu Valtýs Björns nokkurs íþróttafréttamanns og stórmennis mikils. Ég læt duga að birta þriggja mínútna samantekt af lýsingunni (og tel það alveg nóg fyrir fólk með meðalgreind og í ágætu andlegu jafnvægi):
Það er náttúrulega ekki hægt að saka manninn um áhugaleysi en hann reynir bókstaflega allt til að gera þessa lýsingu spennandi í fullar 90 mínútur. Svona er fotboltnn nú spennandi... og það með Val öðru megin línunnar.
Athugasemdir
Setja manninn á bekkinn.Strax!Getur ekki lýst.Þegar Sigurður Sigurðarson lýsti hérna í den átti hann það til að gleyma sér eða þessvegna heilu viðburðunum-eða drakk þá frá sér, en reddaði því samt skemmtilega fyrir hlustendur.Eins og þegar hann lýsti eitt hundrað metra spretthlaupi karla-sem hann missti af-eftirá.Hlaupið tók 10,5 en hann lýsti því í"beinni" af miklum tilþrifum á 15,7 sek.
Mummi Senior (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.