Að kunna að fljúga ... eða ekki

Hálfdán Ingólfsson er mörgum flugmönnum að góðu kunnur fyrir snilli sína og hæfni þegar flygildi hverskonar eru undir hans stjórn.  Hann prufuflýgur flestum fisvélum sem hingað koma og tekur út fjölda fisflugmanna á hverju ári.  Þess utan er hann bæði flugkennari og flugstjóri hjá Örnum flugfélagi.  Það er svolítið magnað að sjá manninn fljúga og hvað þetta er eitthvað sjálfsagt í höndunum á honum og hérna má sjá dæmi um þegar Hálfdán, eða Halli, prófaði Skyrangerinn hans Árna Gunnars fyrir nokkrum árum: 

Þessi hérna kann hinsvegar ekki að fljúga, hvorki eins og Hálfdán né vængbrotinn fugl.  Reyndar var hann ekki einu sinni byrjaður að fljúga þegar þetta gerðist:

Hvort tveggja eru aðferðir sem ég hef ákveðið að sleppa því að prófa, a.m.k. sú síðari (og síðri).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Stínan mín vorum að lesa síðustu færslurnar og skoða myndirnar.Hlógum okkur upp á Ráðhústorg og skemmtum okkur að hætti danskra kónga.Verst hvað klukkan var langt gengin í þriðjudag hérna því við þorðum ekki að hlægja lengra...

Sagan af Mumma og pottinum er náttúrulega engri lík! En borubrattinn,útsjónarsemin,snarleg lausn smámála og hikleysið minnir mann á annan í fjamilíunni með svipaðan hlaupastíl, hispursleysi og dellur af því tagi,sem ekki verða settar í potta.

En eins og Stínan mín mundi orða það-"Guð minn góður hvað ég öfunda hann að þora þessu öllu"

Tefldu samt aldrei við þokuna! 

Fræbærar greinar og myndir Frosti okkar!

M&S 

Mummi Senior (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Frosti Heimisson

Hehe, já, við eigum úrræðagóð börn, þótt oft á tíðum séu ráðin ekki beint eins og við vildum hafa þau.  Ég hafði þig nu í huga þegar ég flaug undir þokuna, hengdi bandspottann í þverstöngina yfir höfðinu á mér og var allan tímann tilbúinn að fljúga upp í gegnum þokubeltið sem var líklega ekki meira en 200 fet á þykkt.  Svona koma góð ráð að gagni þegar mest á reynir.

Fyrir þá sem ekki skilja bandspottann þá er það gömul tækni þar sem vélin er ekki með sjóndeildarhringsmæli (horizon).  Þá bindur maður spotta í þak vélarinnar (þ.e.a.s. þverstangirnar milli vængja í mínu tilfelli) með þyngingu í og þá er maður kominn með einskonar pendúl sem vísar vissulega niður eftir þyngdarlögmálinu.  Þannig sér maður hvernig vélin snýr þegar maður gefur í uppúr þokunni, en þar sér maður ekkert og því ekkert við að miða.  Gott og þarft ráð.

Og Stína mín, hér þarf engar hetjur.  Ísland er fallegast úr lofti segi ég og þú átt eftir að upplifa þetta með mér einhvern daginn áður en langt um líður.  Flugvélin mín vill bókstaflega fljúga, það þarf ekkert að biðja hana um það. 

Góða nótt í Köben ;) 

Frosti Heimisson, 7.7.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband