Heilbrigt og óheilbrigt?

Ég er ekki bara heilbrigður (reyndar 2. flokks heilbrigður skv. fluglæknum Flugmálastjórnar) heldur er ég líka saklaus!  Fór í dag og fékk heilbrigðisvottorð útgefið af Flugmálastjórn fyrir litlar 16.000 kr. (opna munn, segja "aaaahhhh", standa á vigt, hlusta, blóðþrýstingur og sjónpróf).  Ekki var ég bara látinn pissa í svona einnota drykkjarmál (ekki þessi steríliseruðu plastglös með loki), sem líklega verður aldrei rannsakað, heldur var ég líka látinn koma sérstaklega með gleraugnarecept áður en ég var svo sjónprófaður hjá lækninum.  Ég get bara huggað mig við að ég þarf ekki að fara í próf aftur fyrr en að 5 árum liðnum.  Halelúja. Svo fékk ég staðfestingu hins tindháa embættis Lögreglunnar í Reykjavík að ég væri saklaus maður með öllu og hefði aldrei gert svo mikið sem flugu mein.  Þetta var prentað á hið laglegasta A4 blað fyrir 1.350 kr. staðgreitt (ekki hægt að borga með kreditkorti).  En hey, hvað gerir maður ekki fyrir frelsið?!

Ég er semsagt heilbrigður en ég held að sú einmana sál sem nennti að setja saman hljómsveit úr standlömpum og tæknilegókubbum sé það ekki:

Kveð að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lesum alltaf bloggin þín, stórskemmtileg :) Stíllinn er svo lipur að við bíðum eftir bókinni! Sumarkveðjur frá borginni við sundin

Tengdó (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband