Pylsur var það heillin...

Ég fékk einhvern daginn vitundarvakningu um að ég þyrfti að hreyfa mig og koma í form og ákvað að fara í eróbikktíma í WorldClass þegar það var í Fellsmúlanum.  Reyndar var á þeim tíma þegar þar var klettaklifurveggur og ástæða til að heimsækja staðinn án þess að vera að ólíubera mig sérstaklega og horfa á sjálfan mig engjast í keppni við næsta sólbekkjaalkann við hliðina á mér. Þennan sem tók alltaf 20 kg. of þung lóð og rembdist svo eins og karfi í framan við að sanna tilverurétt sinn í þessu gúmmídýnuklædda svitabæli.  Já einhvern veginn var spinning og taebo og allt það ekki orðið vinsælt og því var eróbikk málið!  Ég kann alveg að halda takti þegar músík er annarsvegar en að hreyfa mig fram aftur, hliðar saman hliðar, einn og tveir o.s.frv. og telja taktinn á sama tíma... jeeeesús!  Ég er bara ekki týpan í þetta.  Í fimmtanda skpiti komst ég enn og aftur að þeirri niðurstöðu að sund er mín íþrótt - hver á sínum hraða, svona eins og húsbílar. 

IMG 2247Ehemm... já, ég og Siggi Hall erum greinilega ekki skyldir.  Kvöldmatur handa gríslingunum!  Viktoría fékk 3ja mínútna "instant Yum Yum núðlur" úr Bónus og Mummi fékk pylsur og Engjaþykkni.  Já, það er börnum mínum til happs að ég er svona vel kvæntur að þau munu ekki hrjást lengi af næringarskorti.  Eva kemur heim eftir nokkra daga.  Heyrði í henni áfram þar sem hún er í Vín(i) og þrjátíuogeitthvað stiga hita.  Ýmist of eða van.

IMG 2266Nema hvað... dagurinn heima var yndislegur, 16-17 stiga hiti í garðinum sem sannast af myndunum þar sem Viktoría var að leika sér með vinkonu sinni léttklædd að hlaupa í gegnum ískalt vatnið sem er núna í gangi nánast allan sólarhringinn til að halda lífi í grasinu.  Ótrulegt að eiga við svona "vandamál" á Íslandi.  Setti vatn í pottinn og þau léku sér þar á meðan ég fékk að setjast niður og slappa af.  

Fréttir!  Ég fór ekki að fljúga í dag!  Magnað!  Fer á morgun.  Strákarnir í Fisfélaginu stóðu sig samt eins og hetjur og lögðu vatnslögn frá Langavatni upp á braut og nú vonandi von um að grasið nái í sig lífi aftur.  Þetta verður að lagast fyrir haustið.  Jæja, sendi inn myndir á picasa og bið að heilsa í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega er pallurinn ykkar orðinn flottur! Hlökkum til að koma í grill öll ÞRJÚ :)

Rakel (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband