Fjölgar í heimili hægt og bítandi...

Já, Viktoría mín er komin heim úr sumarbúðunum sólbrún og sæt.  Vistin var víst ekki svona slæm þegar allt er athugað og svo virðist sem þetta hafi meira og minna verið stutt heimþrárskot um kvöld og reyndar einnig við matartimana, hehe... held að það orsakist af 5 stjörnu kokknum móður hennar sem eldar nánast alltaf ofaní okkur hin.  Svo góð er hún að ég get lítið státað mig af öðru en að kunna að grilla.  Matseðill vikunnar er líka í samræmi við það:

  • Laugardagur: Eva heima og því gúrmei gúllas með kartöflumús o.fl. á boðstólnum. 
  • Sunnudagur: Eva farin til Vínar.  Fór í heimsókn með Mumma til Kristínar systur - fengum mat þar.
  • Mánudagur: Fórum austur í bústað og fengum pylsur í boði afa Heimis.
  • Þriðjudagur: Pizza (frosin beint í pizzaofninn) 
  • Í dag:  Líklega pylsur, gæti hugsanlega galdrað fram hamborgara.

Það sést því líklega á þessari stuttu upptalningu að það eru sumir hæfari til eldamennsku en aðrir.  

Annars eru þau svo sæt saman þessi systkini, ótrúlegt hvað þau eru góðir vinir.  Mummi var náttúrulega búinn að spyrja mig á 10 mínútna fresti síðustu daga hvenær systir hans kæmi heim.  Hann skilur ekkert afhverju það þarf að skilja hana eftir í "sumum búðum" eins og hann sagði það.  

Needless to say, þá fór ég að fljúga í gær og fyrradag.  Æfði "svifflug" með fýlunum við Úlfarsfell og upplifið hversu rosalegir kraftar eru í uppstreymisvindunum og hafgolunni og var að horfa á vélina klifra í láréttri stöðu um 1000-1500 fet á mínútu í mesta streyminu.  Ótrúlegt að upplifa þetta en útskýrir hversvegna þessir fuglar geta svifið nánast endalaust í uppstreyminu án þess að þurfa að hafa fyrir nokkrum sköpuðum hlut.  Fór svo í gær á Selfoss og fyllti á vélina.  Ansi kröftugir túrbúlansar við Kambana og nánast vandamál að koma vélinni niður á Sandskeiði til snertilendingar vegna uppstreymis.  Svo heldur sumt fólk að flugvélar séu alltaf að hrapa.  En hey, það er jafn vitlaust og að stunda fallhlífarstökk.  Myndu menn t.d. stunda það að blása út líknarbelgi á bílum sínum eða henda sér eftir hraðbrautum, leður- og hjálmvarðir þó, á 100 km/h.?  Nei held ekki.  Fallhlífar notar maður þegar allt annað klikkar!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband