9.6.2008 | 10:53
Viðgerð dregst...
Jæja, fátt um vélina góðu að segja annað en að frakkarnir hjá DynAero (framleiðandanum) eru að fara yfir málið svo allt sé rétt gert. Þeir senda svo nákvæmt aðgerðaplan og menn vinna eftir því.
Fór um helgina til að taka myndir af innviðum vélarinnar en svo virðist sem flest sé í góðu lagi þótt hugsanlega þurfi að styrkja stélhlutann smávægilega. Það gæti orðið dálítið verkefni en ekkert óyfirstíganlegt. Nú er bara að bíða og vona að frakkinn verði fljótur að taka við sér... "if only I was so lucky..."
Annars er ég búinn að vera iðandi í skinninu að fá að fljúga síðan í gær þegar fór að lægja. Flestir danskir fánar á landinu virðast vera í verkfalli og afleitt að geta ekki stolist úr vinnunni, hoppað upp í vél og krúsað um landið. En svona er nú lífið.
Athugasemdir
Ég vona að viðgerðin og allt ferlið verði farsælt hjá þér/ykkur.
gudni.is, 11.6.2008 kl. 03:06
Takk fyrir það og sólókveðjuna í fyrra kommenti. Já, þetta lítur betur út og svo erum við líka með svoddans snillinga í viðgerðinni að þetta verður sem nýtt innan fárra vikna. Frakkarnir eru jafnónýtir sem fyrr ;)
Frosti Heimisson, 11.6.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.