Fallegt var það ekki!

IMG 9855Á sunnudaginn var hringt í mig og mér tjáð af Skúla nokkrum Svifflugfélagsmanni að TF-136 lægi á bakinu uppi á Sandskeið.  Ég hélt fyrst að hann væri að grínast en heyrði fljótt að svo var ekki.  Kvöldið áður hafði ég lokið rúmlega þriggja tíma flugtúr vestur á Snæfellsnes á Sandskeiði og bundið vélina þar enda var spáin ekki slæm.  Um nóttina hvessti allhressilega og niðurstaðan varð að vélin sleit upp festurnar og fauk yfir sig og lenti á bakinu.  Ég brunaði því uppeftir á Sandskeið og við mér blasti ljót sjón sem engum flugmanni hugnast að sjá nokkurn tíma.  Vélin á bakinu, glerið mölbrotið og skemmdir eftir henni allri. 

Ég á ekkert í þessari vél sem gerir málið ennþá erfiðara.  Faðir minn og tveir bræður hans eiga hana og enginn vafi leikur á að þessi vél er flaggskip íslenska fisflotans, ef flugvél getur einhvern tíma orðið skip.  Þetta er því eins sárt hugsa ég og sárt getur orðið.  Auðvitað getur maður huggað sig við að engin slys hafi orðið á fólki en þetta er samt svo sárt.  

Það sárasta við þetta atvik er að TF-136 á glæsilegt upphitað skýli í fluggörðum en Flugmálastjórn neitar vélfisum að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema að fenginni undanþágu sem fæst ekki nema með sólarhringsfyrirvara.  Þessi lög eru eingöngu til þess gerð að útbúa lög, svona "afþvíbara-regla".  Menn myndu líklegast skilja ef þetta væri sett niður vegna ætlaðs "reynsluleysis" fisflugmanna eða skorts á réttindum en þetta gildir einu hvort sem um ræðir fisflugmenn eða reyndustu atvinnuflugmenn landsins.  Í hartnær ár hefur verið reynt að kreista út úr Flugmálastjórn svar hversvegna þessar reglur eru settar en ekkert virðist bóla á þeim.

Því sit ég núna uppi með skaða upp á nokkurhundruðþúsund króna viðgerð sem hefði aldrei þurft að koma til ef ég hefði bara fengið að lenda á Reykjavíkurflugvelli og sett vélina í skýlið.  Takk fyrir það þið sem reglurnar setjið.

Ég get þó kannski huggað mig við þá staðreynd að vélin er ekki meira skemmd en það að það verður hægt að gera við hana hér heima og að líklega verður hún komin í loftið innan fárra vikna.  Ég get hinsvegar ekki sætt mig við "afþvíbara-reglu" FMS og vona að þeir sjái að sér áður en frekari tjón verða á dýrmætum vélum, ef ekki slys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Leitt að heyra þetta. Algjör synd að skemma svona fína vél á þennan hátt.

En þar fyrir utan, til hamingju með sólóprófið þitt!  Stór áfangi.

Flugkveðja,
Guðni TF-ULV

gudni.is, 6.6.2008 kl. 11:22

2 identicon

Æhj æj, en leiðinlegt!! En til hamingju samt með sólóprófið, ekkert smá flott :)

Stuðkveðja frá Köben

Rakel hvalur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband