Færsluflokkur: Samgöngur

Loksins orðin mín...

IMG 0244Jæja, þá er TF-134 orðin mín (og reyndar þriggja meðeigenda minna).  Við festum kaup á henni í gær af Einari nokkrum Bjarnasyni en hann hefur átt hana um nokkuð skeið frá því að hann flutti hana inn frá Noregi.  Vélin er öll í ágætis ástandi og á Einar þar stóran þátt í enda hefur hann dekrað við gripinn frá því að hann komst undir hans hendur og margt að finna í vélinni sem hann hefur dundað sér við undanfarin ár.

Það sem setur þessa vél í sérflokk frá þeim vélum sem ég hef verið að fljúga og venjast er að hún getur flogið mjög hægt.  Hún er flapalaus en "stollar" samt ekki nema í um 40km/h sem verður að teljast mjög gott miðað við svona vél.  Hún er mjög "responsive" og vinnur ótrúlega vel m.v. að í henni er aðeins 65 hestafla Rotax 582 mótor.  Útsýnið úr vélinni er með því besta sem gerist í svona vélum og því frábær til myndatöku.  Mælaborðið er svolítið sérstakt, manni líður meira eins og að sitja í stjórnklefa á þyrlu en flugvél fyrst um sinn.  Það litla sem mig langar að gera við hana úr þessu fyrir utan að hreinsa hana alla upp og gera sætari er að bæta við myndavélaglugga farþegamegin og svo fljótlega að skipta út proppnum fyrir létta skiptiskrúfu.

IMG 0249Ég fór semsagt í gær austur og tók vélina út og græjaði lauslega áður en ég setti hana í gang og prófaði.  Svo dokaði ég við á BISF þar til Árni Gunnars fismaður með meiru og ágætis kunningi minn kom á svæðið í mótordrekafylgd og tók mig út.  Árni lét duga að fara með mér einn hring og lendingu eftir að ég hafði beðið eftir honum í líklega 3 klukkutíma... merkileg úttekt það :)  

Eftir þetta fór ég á flug og skaust í Grímsnesið og lágflaug yfir bústaðinn.  Ég ætla ekki að segja ykkur hvað það er mikill munur að fljúga þessu flygildi hægt m.v. DynAero vélina sem er náttúrulega "spíttvél" í samanburði við þessa.  Þetta er einfaldlega tvö gjörólík tæki.  Svo hringdi Þórir  (TF-170) (afmælisbarn) í mig og var ekki lengi að skjótast út á völl og taka rúnt með mér.  Held að hann sé nokkuð sáttur við vélina og klárt að við félagarnir eigum eftir að fljúga stíft saman um ókoma tíð.  Hann verðlaunaði mig svo með kökusneið eftir flugið en hann býr glæsilega á Selfossi og gerir vél sína út þaðan.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband