Ást og hatur aðhaldsaðgerða...

Jæja, lítið að frétta úr útrýmingarbúðunum annað en að nú er þessi sveiflukennda þróun að "kikka inn".  Eins og ég sagði, þá byrja ég alltaf að þyngjast og svo léttist ég í framhaldinu.  Þar sem ég nenni ekki að blogga um þetta ætla að ég að vísa á þessa síðu þar sem heilsudagbókin verður uppfærð ásamt metratölu sunds og hver veit nema að ég bæti inn einhverri óþarfa tölfræði í kjölfarið.  Engu að síður er hægt að sjá þyngdarþróunina mjög greinilega (allt mælt á sama  stað). 

Hér er skjalið: http://spreadsheets.google.com/ccc?key=pMbbZZZQPvlPnGvjniXuDBA

Hitt sem ég vildi ræða eru þessir árans skokkarar.  Ég er núna í þrígang á jafn mörgun dögum næstum búinn að aka niður eitthvað spandexklætt himpigimpi sem getur ekki, frekar en aðrir skokkarar, notað gangstéttir og hlaupabrautir sem liggja um alla borg.  Hvað er það?!  Það er eitt að klæða sig í smágerð nylonundirföt, setja á sig svona vatsnsbrúsabyssubelti, neongula loftpúðaskó og vaða svo út meðal almennings, en að bjóða ökumönnum borgarinnar að þurfa að þræða gangstéttarkanta til að komast leiðar sinnar er allt annað!  Hafa þessir menn ekki heyrt talað um hlaupabretti (sé þetta undirlag svona afskaplega ójafnt) ?!

Þetta er kannski landlægur fjandi í flestum íþróttagreinum... sitt sýnist hverjum.  Ég veit ekki betur en að það hafi nýlega að það þurfti að stöðva slagsmál tveggja sundmanna í Vesturbæjarlauginni, en sökum tímabundinnar lokunar Seltjarnarneslaugar, höfðu heimamenn þar gert sér ferð í Vesturbæinn.  Reglan í Seltjarnarneslauginn er nefnilega að þar synda menn fram og til baka (eftir eigin línu), en í Vesturbænum synda menn í hringi (þ.e.a.s. fram með hægri brún brautar og til baka eftir þeirri vinstri).  Þetta endaði því auðvitað með að Seltirningur synti beint í fangið á Vesturbæingi, og þau faðmlög urðu ekki ástríðukennd.

Já, hún er merkileg pólitíkin! Allavega finnst mér þetta miklu merkilegri pólitík en að Guðmundur Steingrímsson skuli vera genginn í Framsókn. Hverjum í veröldinni er ekki sama um hvar sá maður er staddur í pólitík?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ég var einmitt að hugsa það sama.Er ekki miklu meira framboð af  svona Steingrímssonum en eftirspurn?

Mummi senior (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband