Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stiklur frá amstri dagsins...

Hæ, og fyrirgefiði ritstífluna undanfarið.  Ég er óttalegur túrakarl þegar kemur að skriftum sem þessum.  Líklega er ástæðan sú að ég hef notað mest af mínum frítíma í að koma upp nýjum vef Fisfélags Reykjavíku (www.fisflug.is) sem opnaður var nýverið.

Annars hef ég einnig verið að hamast við lýsisbrennslu upp á síðkastið og talan komin niður í 88.5 kg. án allrar aukahjálpar og fæðubótarefna.  Það er ásættanlegt verð ég að segja en stefnan er sem fyrr sett í 85kg sem fyrsta áfanga og svo niður fyrir 80 ef fyrri áfanga verður náð innan ásættanlegs tímaramma.

Þetta hjal er þó ekki eins merkilegt og það sem barst mér í tölvupósti í dag.  Þar var á ferðinni enn einn Viagra sölupósturinn og í honum stóð:

This iss your penis: 8--o
This iss your penis on drugs: 8=====O

Þessum nígeríska listamanni hefur tekist að klófesta ákveðinn líkamspart á stafrænt form í orðsins fyllstu merkingu.  Merkilegt það.

Svo að pólitísku hliðinni undrast ég hversvegna vinstrisinnað fólk er allt í einu að andskotast yfir málþófi á þingi og skilur ekki í stjórnarandstöðuflokki að vilja ekki breyta smáhlutum eins og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands en leyfa á sama tíma hlutum eins og atvinnumálum, úrlausnum skuldara og heimila í landinu, og mörgu fleiru að sitja á hakanum á meðan.  Í hvaða rassgati eru þessir menn með hausinn á sér?

Ögmundur Jónsson, sá ágæti maður, setti upp pólitískan leikþátt í anda Hamlets nú fyrir skömmu og afneitaði ráðherralaunum.  Fram að áramótum þó.  Þetta sparar ríkinu um 400þús kr. á mánuði, sumsé um 3.5mkr. í það heila.  Á meðan þiggur Ögmundur þó þingfararkaup, einkabifreið, einkabílstjóra (sem er á fatastyrk og ýmsum öðrum kostnaði), fatastyrk, dagpeninga, ferðakostnað, nefndarsetulaun o.fl.  Kostnaður ráðherrabifreiða og launakostnaður þeim lið tengdum er um 500 mkr. á ári.  Þetta útspil Ögmundar verður þvi að teljast sem dropi í hafið og lítt hugsað til að laga ástandið.  Hann hefði t.d. getað sleppt bílahlutanum og ráðið inn eins og 3 hjúkrunarfræðinga í staðinn.

Jæja, nóg í bili.  Reyni að vera öflugri næstu daga, vikur og misseri.  Góða helgi.


Hvað færa kosningar okkur?

Er það bara ég sem er hræddur um hvað getur gerst ef VG komast til valda í þessu landi?  Þótt ég telji möguleikann afar fjarlægan, þá er hann til staðar og það tel ég að skyldi varast.  Ég er ekki sáttur við ástandið í landinu en geri mér fyllilega grein fyrir að hér er um ástand að ræða sem erfitt er að eiga við.  Allir verða fyrir barðinu á því á einhvern hátt og fjöldi fjölskylda fer líklega í gjaldþrot og það sama gildir um fyrirtæki hér á landi.  En hvað er til ráðs?

Í gær horfði ég á Kastljósið og fylltist skelfingarhrolli þegar Steingrímur J. Sigfússon staðfesti grun minn; að þeir myndu hafna IMF láninu og skila peningalánum þeim sem nágrannaþjóðir okkar veittu okkur ef þeir kæmust til valda.  Mér er slétt sama hvort menn hafi mismunandi skoðanir á því hvort eigi að borga Icesave skuldina við UK og Holland, en ég get ekki horft þegjandi á fólk mótmæla sitjandi ríkisstjórn ef þetta er það sem við eigum von á í staðinn.  Skilja menn yfir höfuð hvað þetta getur þýtt?  Og Steingrímur heldur að Norðmenn taki okkur fagnandi!  Þeir hafa þegar gert það ljóst að þeir ætla ekki að bjarga okkur sérstaklega.  Það eru minnihlutaflokkarnir í Noregi sem hafa sagt það, en það bara dugar ekki ... sorrý!

Og hver er hin leiðin?  Framsókn, Samfylking og VG ?  Já, af því að það hefur gengið svo vel að fá þetta fólk til að samræma aðgerðir sínar og stefnumál. 

Í mínum huga er staðan einföld:  Hér er stjórn við lýði sem er (jafnvel þótt þrætt sé fyrir) að takast á við vandann.  Hún þarf að henda út ákveðnum aðilum úr ákveðnum stofnunum til að friða mannskapinn að einhverju leiti en umfram allt að koma með fleiri úrlausnir til handa fjölskyldunum í landinu.  Kosningar eru óumflýjanlegar en spurningin er helst hvaða tímasetning hentar best.  Þar tel ég að mikilvægast sé að þau stjórnmálaöfl sem ætla að bjóða sig fram séu búin að kynna sig og sína stefnu og umfram allt, leggja á borð þann mannskap sem kemur til með að bjóða sig fram.  Hvað ætla menn að gera ef framboðið verður Hörður Torfa, Kolfinna Baldvinsdóttir, Davíð Oddsson, Magnús Þór, Styrmir vörubílsstjóri og já, Ástþór Magnússon?  Erum við virkilega betur sett þannig?

Verst þykir mér þó að hugsa til þess fólks sem heldur að það komi til með að bjarga lánum, efnahag og gengi á undraskjótum tíma ef kemur til kosninga.  Það fólk er því miður að mótmæla í ákveðnu tilgangsleysi því reikingsdæmið er einfalt.  Ríkið á bara ákv. mikla peninga og skuldar ákv. mikla peninga.  Það jafnvægi er erfitt að sveigja.  Og eins og Steingrímur kom inn á mun atvinnuleysistryggingasjóður ekki einu sinni hafa bolmagn til að borga út eftir hálft ár eða svo.  Og á meðan stefna VG er skýr að hér eigi ekki að byggja stóriðju, þá get ég ekki séð hvernig þeir ætla að tryggja atvinnu þeim sem nú eru án hennar.

Ég legg til að menn leggi niður vopnin og fái stjórnmálaöflin til að sameinast um að þessi atriði fái að komast í dagsljósið áður en að hér verður stjórnarkreppa og óstarfhæft Alþingi.  Slíkt er engum til bóta.

Að lokum vil ég benda á að lögreglumenn fara margir hverjir heim til sín eftir erfiða vakt og þurfa að borga af myntkörfulánunum sínum eins og hinir.  Ég fyrirlít alla þá sem láta heift sína og reiði bitna á þessum starfsmönnum ríkisins.  Ofbeldi er aldrei lausnin!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband