Stiklur frá amstri dagsins...

Hæ, og fyrirgefiði ritstífluna undanfarið.  Ég er óttalegur túrakarl þegar kemur að skriftum sem þessum.  Líklega er ástæðan sú að ég hef notað mest af mínum frítíma í að koma upp nýjum vef Fisfélags Reykjavíku (www.fisflug.is) sem opnaður var nýverið.

Annars hef ég einnig verið að hamast við lýsisbrennslu upp á síðkastið og talan komin niður í 88.5 kg. án allrar aukahjálpar og fæðubótarefna.  Það er ásættanlegt verð ég að segja en stefnan er sem fyrr sett í 85kg sem fyrsta áfanga og svo niður fyrir 80 ef fyrri áfanga verður náð innan ásættanlegs tímaramma.

Þetta hjal er þó ekki eins merkilegt og það sem barst mér í tölvupósti í dag.  Þar var á ferðinni enn einn Viagra sölupósturinn og í honum stóð:

This iss your penis: 8--o
This iss your penis on drugs: 8=====O

Þessum nígeríska listamanni hefur tekist að klófesta ákveðinn líkamspart á stafrænt form í orðsins fyllstu merkingu.  Merkilegt það.

Svo að pólitísku hliðinni undrast ég hversvegna vinstrisinnað fólk er allt í einu að andskotast yfir málþófi á þingi og skilur ekki í stjórnarandstöðuflokki að vilja ekki breyta smáhlutum eins og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands en leyfa á sama tíma hlutum eins og atvinnumálum, úrlausnum skuldara og heimila í landinu, og mörgu fleiru að sitja á hakanum á meðan.  Í hvaða rassgati eru þessir menn með hausinn á sér?

Ögmundur Jónsson, sá ágæti maður, setti upp pólitískan leikþátt í anda Hamlets nú fyrir skömmu og afneitaði ráðherralaunum.  Fram að áramótum þó.  Þetta sparar ríkinu um 400þús kr. á mánuði, sumsé um 3.5mkr. í það heila.  Á meðan þiggur Ögmundur þó þingfararkaup, einkabifreið, einkabílstjóra (sem er á fatastyrk og ýmsum öðrum kostnaði), fatastyrk, dagpeninga, ferðakostnað, nefndarsetulaun o.fl.  Kostnaður ráðherrabifreiða og launakostnaður þeim lið tengdum er um 500 mkr. á ári.  Þetta útspil Ögmundar verður þvi að teljast sem dropi í hafið og lítt hugsað til að laga ástandið.  Hann hefði t.d. getað sleppt bílahlutanum og ráðið inn eins og 3 hjúkrunarfræðinga í staðinn.

Jæja, nóg í bili.  Reyni að vera öflugri næstu daga, vikur og misseri.  Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband